Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - ársreikningur 2021

Málsnúmer 2206072

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 748. fundur - 27.06.2022

Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 22. júní 2022, þar sem fram kemur að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2021.

Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 uppfyllir sveitarfélagið ekki lágmarksviðmið eftirlitsnefndar samkvæmt neðangreindri töflu.

Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná framangreindum lágmarksviðmiðum. Sveitarstjórn er jafnframt hvött
til að hafa samband við eftirlitsnefnd óski hún eftir upplýsingum eða leiðbeiningum.

Eftirlitsnefndin óskar eftir að bréfið verði lagt fyrir í sveitarstjórn til afgreiðslu.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum að þróun rekstrarreiknings sveitarfélagsins. Ljóst er að við fjárhagsáætlunargerð næstu ára þarf að taka tillit til ábendinga Eftirlitsnefndarinnar.
Vísar bæjarráð ábendingunum til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs og gerð þriggja ára áætlunar.