Bæjarráð Fjallabyggðar

175. fundur 06. júlí 2010 kl. 08:15 - 10:15 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Fjármagn og aðferðarfræði vegna breytinga á Menntaskólanum á Tröllaskaga

Málsnúmer 1007016Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið kom skipulags-og byggingarfulltrúi og fræddi bæjarráð um stöðu undirbúnings að breytingu á skólahúsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga og fyrirkomulagi á verklagi til að klára þær.
Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárhagsáætlun 2010 að upphæð 15 milljónir, svo hægt sé að klára breytingar fyrir opnun skólans.
Bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að finna lausn á eftirlitsþætti málsins.

2.Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði Fjallabyggðar

Málsnúmer 1006056Vakta málsnúmer

Í framhaldi af samþykkt 51. fundar bæjarstjórnar um áheyrnarfulltrúa í bæjarráði, þarf að vísa áætluðum kostnaði til endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2010.  Áheyrnarfulltrúi T listans er Bjarkey Gunnarsdóttir og til vara Sigurður Hlöðversson.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram af Ólafi H. Marteinssyni og Ingvari Erlingssyni á 174. fundi bæjarráðs.
"Greiðslur fyrir áheyrnarfulltrúa í bæjarráði skulu vera sambærilegar og fyrir nefndarlaun kr. 7.200 fyrir hvern fund."
Að ósk Egils Rögnvaldssonar var afgreiðslu tillögunnar þá frestað.
Í ljósi nýrra upplýsinga er tillagan dregin til baka.
Bæjarráð samþykkir að greiðslur fyrir áheyrnarfulltrúa í bæjarráði verði með sambærilegum hætti og bæjarráðsfulltrúa og vísar samþykkt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

3.Beiðni um umsögn um umsókn RARIK ohf. um rannsóknarleyfi

Málsnúmer 1006095Vakta málsnúmer

Orkustofnun óskar í bréfi sínu eftir umsögn Fjallabyggðar um framkomna umsókn RARIK ofh. um rannsóknarleyfi á jarðhita í Skarðdal i Siglufirði.

Skipulags- og byggingafulltrúi, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs, hefur heimilað að Rarik verði veitt rannsóknarleyfi á heitu vatni á tilteknu svæði í Skarðdal.
Bæjarráð staðfestir þá umsögn.

4.Tilboð í skólamáltíðir 2010-2012

Málsnúmer 1006080Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék áheyrnarfulltrúi, Bjarkey Gunnarsdóttir af fundi.
Á 49. fundi fræðslunefndar voru á dagskrá tilboð í skólamáltíðir 2010 - 2012 og eftirfarandi bókað:

"Fjallabyggð hefur óskað eftir tilboðum í eldaðan mat fyrir nemendur í 1.- 10. bekk og starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði annars vegar og fyrir nemendur í 1.- 6. bekk og starfsfólk Grunnskólans í Ólafsfirði hins vegar. Samningstími er tvö ár, frá 2. september 2010 - 3. júní 2012. Eftirfarandi tilboð bárust:

 

Allinn, Aðalgötu 30 Siglufirði (650 kr. p/máltíð)

Höllin Hafnargötu 16 Ólafsfirði (642 kr. p/máltíð)

Brimnes hótel, Bylgjubyggð 2 Ólafsfirði (505 kr. p/máltíð)

Fræðslunefnd samþykkir að gengið verði til samninga við lægst bjóðendur á hvorum stað".


Bæjarráð samþykkir niðurstöðu fræðslunefndar og felur bæjarstjóra að ganga frá samningum.

5.Útboð akstursþjónustu

Málsnúmer 1004050Vakta málsnúmer

Á 49. fundi fræðslunefndar var bókað um útboð akstursþjónustu:

"Fræðslunefnd leggur til að sveitarfélagið leggi metnað sinn í það að framkvæmd þessa verkefnis takist vel og hugi að góðu þjónustustigi fyrir alla íbúa Fjallabyggðar.
Nefndin vísar útboði akstursþjónustu til afgreiðslu í bæjarráði".

Á fund bæjarráðs kom Jón Hrói Finnsson og fór yfir gögn um
skólaakstur,aksturstöflu og drög að útboðsgögnum til útskýringar fyrir nefndarmenn.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa útboð og auglýsa hið fyrsta.

6.Staðfesting um áframhaldandi setu fulltrúa í samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar

Málsnúmer 1006070Vakta málsnúmer

Í bréfi formanns samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar er óskað eftir tilnefningu Fjallbyggðar með vísan til afstaðinna sveitarstjórnarkosninga.  Einnig fylgdi með fundargerð 11. fundar frá 20. maí 2010.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Kristinn Gylfason formann skipulags- og umhverfisnefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa, Stefán Ragnar Hjálmarsson.

7.Starfsmaður atvinnumála

Málsnúmer 1006003Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd síðasta kjörtímabils hvatti til þess á síðasta fundi sínum að ráðinn verði starfsmaður í fullt starf til að sinna atvinnumálum sveitarfélagsins. Þáverandi bæjarstjórn vísaði málinu til umfjöllunar nýrrar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu á þessu stigi.

8.Samstarf um forvarnir

Málsnúmer 1003178Vakta málsnúmer

Borist hefur tilboð frá tryggingarfélagi Fjallabyggðar, Sjóvá, um vinnu vegna forvarnasamstarfs til að lækka tjónatíðni og kostnað vegna tjóna.

Bæjarráð álítur þetta verkefni vetrarverkefni og samþykkir að fresta afgreiðslu.

9.Ákvörðun um fundartíma bæjarstjórnar og bæjarráðs

Málsnúmer 1007018Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fundartími bæjarráðs verði kl. 17:00 á þriðjudögum og að bæjarstjórnarfundir verði haldnir annan miðvikudag í hverjum mánuði kl. 17:00.

10.Formreglur stjórnsýslunnar

Málsnúmer 1006068Vakta málsnúmer

Nefndarmönnum kynntar helstu formreglur stjórnsýslunnar og drengskaparheiti um þagnarskyldu undirrituð.

11.Framkvæmdir í Héðinsfirði

Málsnúmer 0910037Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti skipulags- og byggingarfulltrúi og kynnti framkvæmdir í Héðinsfirði og stöðu tilkynningar til Skipulagsstofnunar frá Vegagerð, Fjallabyggð og fulltrúum Héðinsfirðinga vegna framkvæmdaleyfis.

12.Heilbrigðiseftirlit í Fjallabyggð

Málsnúmer 1007020Vakta málsnúmer

Þann 2. júlí s.l. kom á fund bæjarstjóra, Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi og ræddi um áframhald þjónustu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra fyrir Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og eystra.

Fundi slitið - kl. 10:15.