Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði Fjallabyggðar

Málsnúmer 1006056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 174. fundur - 23.06.2010

Í framhaldi af samþykkt 51. fundar bæjarstjórnar um áheyrnarfulltrúa í bæjarráði, þarf að vísa áætluðum kostnaði til endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2010.  Áheyrnarfulltrúi T listans er Bjarkey Gunnarsdóttir og til vara Sigurður Hlöðversson.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram af Ólafi H. Marteinssonar og Ingvari Erlingssyni.
"Greiðslur fyrir áheyrnarfulltrúa í bæjarráði skal vera sambærileg og fyrir nefndarlaun kr. 7.200 fyrir hvern fund."
Að ósk Egils Rögnvaldssonar var afgreiðslu tillögunnar frestað.
Dagskrárlið frestað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 175. fundur - 06.07.2010

Í framhaldi af samþykkt 51. fundar bæjarstjórnar um áheyrnarfulltrúa í bæjarráði, þarf að vísa áætluðum kostnaði til endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2010.  Áheyrnarfulltrúi T listans er Bjarkey Gunnarsdóttir og til vara Sigurður Hlöðversson.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram af Ólafi H. Marteinssyni og Ingvari Erlingssyni á 174. fundi bæjarráðs.
"Greiðslur fyrir áheyrnarfulltrúa í bæjarráði skulu vera sambærilegar og fyrir nefndarlaun kr. 7.200 fyrir hvern fund."
Að ósk Egils Rögnvaldssonar var afgreiðslu tillögunnar þá frestað.
Í ljósi nýrra upplýsinga er tillagan dregin til baka.
Bæjarráð samþykkir að greiðslur fyrir áheyrnarfulltrúa í bæjarráði verði með sambærilegum hætti og bæjarráðsfulltrúa og vísar samþykkt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.