Heilbrigðiseftirlit í Fjallabyggð

Málsnúmer 1007020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 175. fundur - 06.07.2010

Þann 2. júlí s.l. kom á fund bæjarstjóra, Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi og ræddi um áframhald þjónustu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra fyrir Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og eystra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 190. fundur - 09.11.2010

Á fund bæjarráðs mætti formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, Arnrún Halla Arnórsdóttir og Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi til að ræða mögulegan samstarfssamning við Fjallabyggð um heilbrigðiseftirlit.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að gengið verði til viðræðna við Heilbr.nefnd Norðurlands vestra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 197. fundur - 11.01.2011

Lagt fram bréf er sent var Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra 8. desember s.l. þar sem tilkynnt er ákvörðun um að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra taki yfir allt eftirlit fyrir Fjallabyggð frá og með 1. janúar 2011. Einnig liggja fyrir drög að samningi milli heilbrigðisnefnda á Norðurlandi varðandi þessa ráðstöfum.
Bæjarráð samþykkir að vísa samningi til staðfestingar í bæjarstjórn.