Fjármagn og aðferðarfræði vegna breytinga á Menntaskólanum á Tröllaskaga

Málsnúmer 1007016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 175. fundur - 06.07.2010

Undir þessum dagskrárlið kom skipulags-og byggingarfulltrúi og fræddi bæjarráð um stöðu undirbúnings að breytingu á skólahúsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga og fyrirkomulagi á verklagi til að klára þær.
Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárhagsáætlun 2010 að upphæð 15 milljónir, svo hægt sé að klára breytingar fyrir opnun skólans.
Bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að finna lausn á eftirlitsþætti málsins.