Umsóknir um stofnframlög ríkisins 2022

Málsnúmer 2202059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 732. fundur - 03.03.2022

Tekinn fyrir tölvupóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) dags. 18. febrúar 2022, þar sem fram kemur að hægt er að sækja um stofnframlög ríkisins á heimasíðu HMS og er umsóknarfrestur til 21. mars 2022. Um er að ræða fyrri úthlutun ársins.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög, þannig að umsóknarfrestur verði til og með 13. mars nk.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 734. fundur - 17.03.2022

Á 732. fundi bæjarráðs var samþykkt að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög í samræmi við lög um almennar íbúðir nr. 52/2016. Auglýsing var birt á vef sveitarfélagsins þann 3. mars en engar umsóknir bárust.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 760. fundur - 27.09.2022

Lagt fram til kynningar dreifibréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem tilkynnt er um að opnað hafi verið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins.

Í erindinu kemur fram að samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum mun að minnsta kosti fjórðungur þess fjármagns sem kemur til úthlutunar renna til bygginga eða kaupa á húsnæði á vegum sveitarfélaga. Er það íbúðarhúsnæði sem sveitarfélög úthluta og ætlað þeim aðilum sem sveitarfélögum ber sérstök lagaskylda til að veita úrlausn í húsnæðismálum. Önnur félög en þau sem eru í eigu sveitarfélags geta fallið innan þessarar forgangsreglu að því gefnu að þau séu með samning við viðkomandi sveitarfélag um að íbúðirnar verði nýttar sem íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélagsins og úthlutað í samræmi við reglur þess. Þá munu verkefni til uppbyggingar húsnæðis fyrir tekju- og eignalágra á vinnumarkaði hafa forgang til 2/3 hluta úthlutaðs fjármagns.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóra falið að senda verktökum í Fjallabyggð upplýsingar um stofnframlög ríkisins 2022 ásamt því að kynna verkefnið á heimasíðu sveitarfélagsins.