Snjóskaflar og kirkjutröppur á Siglufirði

Málsnúmer 2005102

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 04.06.2020

Lagt fram erindi Kristjáns L. Möller dags. 26.02.2020, er varðar áskorun á bæjaryfirvöld í Fjallabyggð að fara með tæki á snjóskafla sem eftir eru á snjósöfnunarsvæðum í bæjarfélaginu til þess að flýta fyrir bráðnun og hreinsa sand og möl sem eru ofan á þeim til að fegra svæðin og auðvelda umhirðu þeirra.

Einnig óskað upplýsinga um framgang lagfæringar og snyrtingar á Kirkjutröppum á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 656. fundur - 16.06.2020

Á 654. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra varðandi erindi Kristjáns L. Möllers dags. 04.06.2020, vegna lagfæringar á kirkjutröppum á Siglufirði.
Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar dags. 10.06.2020, þar sem fram kemur að búið er að lagfæra handrið á kirkjutröppum, setja upp lýsingu og lakka. Ólokið er viðgerð á einni slaufu í snjóbræðslu sem gert var við í haust.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að fylgja málinu eftir.