Frestun aðalfundar Lánasjóðsins 2020

Málsnúmer 2004022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21.04.2020

Lagt fram erindi Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 07.04.2020 þar sem fram kemur að Aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem boðað var til fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 15:45 á Grand Hótel Reykjavík, var frestað um óákveðinn tíma með tölvupósti þann 16. mars 2020. Samkvæmt samþykktum Lánasjóðsins ber að halda aðalfund fyrir lok apríl ár hvert. Í ljósi aðstæðna á landinu öllu og ákvörðun Almannavarna um að framlengja samkomubanni til 4. maí, þá muni ekki nást að halda fund á þeim tíma sem segir í samþykktum. Samkvæmt 84. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög skal halda aðalfund eigi síðar en innan átta mánaða frá lokun hvers reikningsár eða fyrir lok ágúst. Nýr fundardagur verður tilkynntur til allra sveitarstjórna þegar samkomubanni hefur verið aflétt.

Þá hefur Stjórn Lánasjóðsins ákvað á fundi sínum 9. mars 2020 að leggja til við aðalfund að ekki verði greiddur út arður til hluthafa vegna afkomu 2019. Þessi ákvörðun var tekin til að styrkja stöðu sjóðsins og tryggja vöxt eigin fjárs. Stjórnin sér fram á að lækkun á eigin fjárstöðu sjóðsins geti orðið takmarkandi þáttur við að þjónusta stærstu hluthafa sína á næstu árum.
Lánasjóður sveitarfélaga er nú sem áður, til staðar fyrir sveitarfélög landsins og stofnanir þeirra við að tryggja þeim lánsfé á hagstæðum kjörum til verkefna sem hafa almenna efnahagslega þýðingu. Fjárhagsstaða sjóðsins er sterk og geta hans til að afla lánsfjár á markaði er góð. Sjóðurinn hefur þegar hækkað áætlun sína um skuldabréfaútgáfu fyrir árið 2020 vegna væntinga um aukna eftirspurn eftir lánum. Fyrir utan hefðbundið lánsframboð þá getur Lánasjóðurinn veitt lán til að fjármagna afborganir ársins af skuldabréfaflokkum sínum ásamt því að veita skammtímalán eða lán af eigin fé sem bjóða uppá aukinn sveigjanleika.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 04.06.2020

Lagt fram erindi Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 25.05.2020, þar sem fram kemur að boðað er til aðalfundar Lánasjóðsins þann 12. júní nk. kl. 15 á Grand Hótel Reykjavík.

Bæjarstjóri mun sækja fundinn ef aðstæður leyfa.