Greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar Covid-19

Málsnúmer 2005100

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 04.06.2020

Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 25.05.2020, þar sem upplýst er um að í sveitarfélögum verði send beiðni um skil á upplýsingum um fjármál svo að skýr yfirsýn fáist yfir stöðu einstakra sveitarfélaga. Gott og náið samráð ríkis og sveitarfélaga er mikilvægt svo haldgóðar upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga á tímum Covid-19 liggi fyrir við stefnumótun og ákvörðunartöku í hugsanlegum mótvægisaðgerðum ríkisins.

Bæjarráð samþykkir að deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála og bæjarstjóri sendi umbeðnar upplýsingar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 08.09.2020

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 31.08.2020 þar sem athygli er vakin á helstu niðurstöðum starfshóps um fjármál sveitarfélaga og ábendingar varðandi gagnaöflun frá 28.08.2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 692. fundur - 20.04.2021

Lagt fram
Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 13.04.2021 er varðar áframhaldandi eftirlit með þróun fjármála sveitarfélaga með það að markmiði að bregðast við hverju sinni til að tryggja að sveitarfélög geti sinnt mikilvægri nærþjónustu sem þeim er falið samkvæmt lögum.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið mun því kalla eftir upplýsingum um stöðu fjármála á yfirstandandi ári, meðal annars fjárhagsáætlun og viðaukum sem gerðir hafa verið á árinu. Upplýsingar, sem beðið verður um, þurfa að berast ráðuneytinu fyrir 1. júní nk.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 693. fundur - 27.04.2021

Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 19.04.2021, þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjárhagslega stöðu sveitarfélaga í kjölfar Covid-19. Óskað er eftirfarandi upplýsinga um A-hluta verði skilað til ráðuneytisins:

1. Fjárhagsáætlun með samþykktum viðaukum
2. Yfirlit yfir útsvar fyrstu 4 mánuðina í samanburði við fjárhagsáætlun
3. Yfirlit yfir laun fyrstu 4 mánuðina í samanburði við fjárhagsáætlun
4. Yfirlit yfir fjárhagsaðstoð fyrstu 4 mánuðina í samanburði við fjárhagsáætlun
5. Yfirlit yfir fjárfestingu í varanlegum rekstrarfjármunum fyrstu 4 mánuðina í
samanburði við fjárhagsáætlun

Tilgangur upplýsingaöflunar er sem áður að fylgjast náið með þróun fjármálanna til að tryggja að sveitarfélög geti sinnt mikilvægri nær þjónustu sem þeim er falið samkv. lögum.
Ráðuneytið fer þess á leit að sveitarfélög sendi umbeðnar upplýsingar um fjármál A-hluta eigi síðar en 1. júní nk.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 698. fundur - 01.06.2021

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur A- hluta Fjallabyggðar fyrir tímabilið janúar til apríl 2021 sem skilað var til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis samkvæmt erindi sem lagt var fram á 693. fundi bæjarráðs þann 27. apríl sl.
Lagt fram