Bæjarráð Fjallabyggðar

169. fundur 06. maí 2010 kl. 12:15 - 15:00 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Bæjarráð varaformaður
  • Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðalmaður
  • Þorsteinn Ásgeirsson varamaður
  • Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Ósk Rarik um framkvæmdaleyfi í Siglufirði

Málsnúmer 1004103Vakta málsnúmer

Fyrirhugað er að hefja að nýju jarðhitarannsóknir í Siglufirði með það að markmiði að afla meiri hitaorku fyrir hitaveitu Rarik.
Í erindi Rarik er óskað eftir því að Fjallabyggð tilnefni samráðsaðila varðandi hugsanlega staðsetningu mannvirkja, umgengni lands og aðra þætti eftir þörfum.

Óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir borun allt að 10 rannsóknarholna og vinnsluholu í Skarðsdal, Siglufirði.
Fyrir liggur jákvæð umsögn nefndarmanna skipulags- og umhverfisnefndar.

Bæjarráð fagnar framkomnu erindi og samþykkir það. Jafnframt samþykkir bæjarráð að samráðsaðili sveitarfélagins verði skipulags- og byggingarfulltrúi.

2.Fugl fyrir milljón - Beiðni um styrk

Málsnúmer 1004098Vakta málsnúmer

Í erindi Ásgeirs L. Ásgeirssonar er óskað eftir stuðningi sveitarfélagsins við verkefnið "Fugl fyrir milljón", sem gengur út á að draga athygli að Tröllaskaganum sem áhugaverðu svæði á Íslandi.

Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar.

3.Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði - sala

Málsnúmer 1004042Vakta málsnúmer

Þrjú tilboð bárust í Kirkjuveg 4 Ólafsfirði innan tilskilins tilboðsfrests sem var 28. apríl.

Tilboð Íslenska olíufélagsins var síðan dregið til baka.
Fyrirliggjandi eru því eftirtalin tilboð:

Sigurjón Magnússon bauð kr. 520 þúsund og

Sigríður Stefánsdóttir bauð kr. 680 þúsund.

Bæjarráð samþykkir að selja hæstbjóðanda húsið með kvöðum um að farið verði í endurbætur á húsnæðinu sem fyrst.

4.Ósk um að fá niðurfellda húsaleigu á Tjarnarborg vegna dagskrár sjómannadags

Málsnúmer 1004093Vakta málsnúmer

Í erindi Hlyns Guðmundssonar og Ingimars Viktorssonar er þess óskað að leiga á Tjarnarborg verði felld niður vegna dagskrár á sjómannadag.
Bæjarráð hafnar erindinu þar sem sveitarfélagið styrkir hátíðarhöld á sjómannadeginum.

5.Sameining bókasafna í Fjallabyggð - tillögur bæjarstjóra og fræðslufulltrúa

Málsnúmer 1005010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tillaga bæjarstjóra og fræðslu- og menningarfulltrúa um sameiningu bókasafnanna á Siglufirði og í Ólafsfirði frá 1. september 2010. Lagt er til að auglýst verði 100% staða forstöðumanns með ráðningu frá 15. ágúst 2010 og að 50% forstöðumannastöður við bókasöfnin í Ólafsfirði og Siglufirði verði lagðar niður frá 1. september 2010. Drög að starfslýsingu forstöðumanns bóka- og skjalasafns Fjallabyggðar voru einnig kynnt.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

6.Samningur um yfirbyggingu á slökkvibifreið

Málsnúmer 0810025Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni um fjárheimild vegna uppgjörs á kaupsamningi um yfirbyggingu á slökkvibíl, ásamt endurnýjun heimildar fyrra árs sem ekki var nýtt.

Bæjarráð samþykkir heimild að upphæð kr. 9.235.000 og vísar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

7.Skíðagöngubraut Skíðafélags Ólafsfjarðar - uppbygging Bárubrautar

Málsnúmer 1003129Vakta málsnúmer

165. fundur bæjarráðs fól bæjarstjóra að ganga til samninga við Skíðafélag Ólafsfjarðar á grundvelli samningsdraga frá 2009.

Fyrir bæjarráði liggja drög að samningi til fimm ára samtals að upphæð kr. 4 milljónir.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita.

8.Sveitarstjórnarkosningar

Málsnúmer 1005003Vakta málsnúmer

Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar laugardaginn 29. maí 2010.
Bæjarráð samþykkir að kjörstaðir verði tveir, í ráðhúsinu Siglufirði og í gagnfræðaskólanum í Ólafsfirði.
Jafnframt að kjörstaðir verði opnir frá kl. 10.00 að morgni til kl. 20.00.

9.Tjarnargata 8, Siglufirði

Málsnúmer 1003074Vakta málsnúmer

Á 164. fundi bæjarráðs var erindi Herhúsfélagsins, um yfirtöku Tjarnargötu 8, Siglufirði, frestað þar til gögn um skipulag svæðisins lægju fyrir.
89. fundur skipulags- og umhverfisnefndar leggur til að þar sem húsið er í beinni götulínu við Gránugötu skv. gildandi aðalskipulagi, sem gerir ráð fyrir að gatan lengist niður að sjó og liggi með sjávarsíðunni í norður, verði húsið fært í suður.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Herhúsfélaginu, verði gefin Tjarnargata 8 Siglufirði, með kvöðum um endurbætur og færslu hússins komi til gatnagerðar.

10.Samningur um bætur til að koma aðstöðu hestamanna í Ólafsfirði í viðunandi horf

Málsnúmer 1001081Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir af fundi.

Fyrir bæjarráði liggja drög að samningi við hestamenn í Ólafsfirði til að mæta þeim kostnaði af því að endurbæta og lagfæra aðstöðu fyrir ástundun hestamennsku vestur af byggðinni í Ólafsfirði, þar á meðal til lagfæringa á hesthúsum. Vegna jarðgangagerðar hefur ekki verið hægt að nota aðstöðuna né stunda íþróttina frá haustinu 2006. Samningurinn kveður á um greiðslur allt að kr. 35 milljónum sem tekur mið af framvindu við framkvæmdir. Samkvæmt framkvæmdaáætlun er gert ráð fyrir síðustu greiðslu 1. september 2012. Samhliða þessum samningi liggur fyrir bæjarráði, samningur milli sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar þar sem hlutur Vegagerðarinnar í fyrrgreindum samningi er að upphæð kr. 20 milljónir.

Á fjárhagsáætlun 2010 er gert ráð fyrir framlagi sveitarfélagins að upphæð kr. 5 milljónir.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða samninga og vísar til endanlegrar ákvörðunar í bæjarstjórn.

11.Ráðning verkstjóra í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1004045Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar til næsta bæjarráðsfundar.

12.Verðkönnun í gerð deiliskipulags fyrir Flæðar í Ólafsfirði.

Málsnúmer 1005015Vakta málsnúmer

Eftirtalin þrjú verð bárust í gerð deiliskipulags fyrir Flæðar í Ólafsfirði.

VSÓ Ráðgjöf kr. 1.443.250,-
Arkitektur.is kr. 1.052.631,-
X2-Hönnun-Skipulag kr. 878.500,-
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að samið verði við X2-Hönnun-Skipulag um þetta verk.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við X2-Hönnun-Skipulag.

13.Aðalfundur Flokkunar Eyjafjörður ehf. 5. maí

Málsnúmer 1004081Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sótti aðalfund og kynnti bæjarráði umræður fundarins.

14.Breyting í undirkjörstjórn, Siglufirði

Málsnúmer 1004088Vakta málsnúmer

Eftirfarandi breytingum í undirkjörstjórn á Siglufirði var komið á framfæri:
Fyrir hönd B-listans taki Ásta Rós Reynisdóttir sæti Sólrúnar Júlíusdóttur sem varamaður í undirkjörstjórn.
Fyrir hönd H-listans taki Rögnvaldur Þórðarson sæti Halldóru S. Björgvinsdóttur, sem aðalmaður í undirkjörstjórn og í stað Rögnvaldar Þórðarsonar taki Arnar Ólafsson sæti sem varamaður í undirkjörstjórn.

15.Launayfirlit janúar - apríl 2010

Málsnúmer 1005006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrstu fjóra mánuði ársins.

16.Lánayfirlit 30. apríl 2010

Málsnúmer 1005008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samantekt lánayfirlits.
Í apríllok er nettó staða skulda sveitarfélagsins kr. 968 milljónir.

17.Staðgreiðsluskil jan. - apr. 2010

Málsnúmer 1005011Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samanburður á staðgreiðsluskilum fyrstu fjóra mánuði áranna 2007, 2008, 2009 og 2010.
Fram kemur að greidd staðgreiðsla nemur kr. 237 milljónum og að breyting til hækkunar milli 2009 og 2010 er 7,4%, sem er 90,6% af árshlutaáætlun ársins.

18.Sveitarstjórnarkosningar 2010

Málsnúmer 1004065Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Þjóðskrá um það að kjósendur verði á kjörskrá við sveitarstjórnarkosningar 29. maí í því sveitarfélagi sem þeir eru skráðir með lögheimili samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár laugardaginn 8. maí 2010.

19.Fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 15. apríl 2010

Málsnúmer 1004102Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

20.Hluthafafundur Flokkunar Eyjafjörður ehf

Málsnúmer 1004095Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

21.Uppgræðsla á námu og gerð golfvallar í Hólsdal

Málsnúmer 1003172Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði er erindi Golfklúbbs Siglufjarðar um aðkomu Fjallabyggðar að uppgræðslu á malarnámu og uppbyggingu golfvallar í Hólsdal.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til skipulags- og umhverfisnefndar þeim hluta erindis er varðar deiliskipulag.

Fundi slitið - kl. 15:00.