Ósk Rarik um framkvæmdaleyfi í Siglufirði

Málsnúmer 1004103

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 169. fundur - 06.05.2010

Fyrirhugað er að hefja að nýju jarðhitarannsóknir í Siglufirði með það að markmiði að afla meiri hitaorku fyrir hitaveitu Rarik.
Í erindi Rarik er óskað eftir því að Fjallabyggð tilnefni samráðsaðila varðandi hugsanlega staðsetningu mannvirkja, umgengni lands og aðra þætti eftir þörfum.

Óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir borun allt að 10 rannsóknarholna og vinnsluholu í Skarðsdal, Siglufirði.
Fyrir liggur jákvæð umsögn nefndarmanna skipulags- og umhverfisnefndar.

Bæjarráð fagnar framkomnu erindi og samþykkir það. Jafnframt samþykkir bæjarráð að samráðsaðili sveitarfélagins verði skipulags- og byggingarfulltrúi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 12.05.2010

Fyrirhugað er að hefja að nýju jarðhitarannsóknir í Siglufirði með það að markmiðið að afla meiri hitaorku fyrir hitaveitu Siglufjarðar.  Óskaði Rarik ohf. eftir framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknaborunum í Skarðsdal.

Nefndarmenn samþykktu framkvæmdarleyfi með tölvupósti 4. og 5. maí s.l. sem staðfestist hér með.