Samningur um bætur til að koma aðstöðu hestamanna í Ólafsfirði í viðunandi horf

Málsnúmer 1001081

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 169. fundur - 06.05.2010

Undir þessum lið vék Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir af fundi.

Fyrir bæjarráði liggja drög að samningi við hestamenn í Ólafsfirði til að mæta þeim kostnaði af því að endurbæta og lagfæra aðstöðu fyrir ástundun hestamennsku vestur af byggðinni í Ólafsfirði, þar á meðal til lagfæringa á hesthúsum. Vegna jarðgangagerðar hefur ekki verið hægt að nota aðstöðuna né stunda íþróttina frá haustinu 2006. Samningurinn kveður á um greiðslur allt að kr. 35 milljónum sem tekur mið af framvindu við framkvæmdir. Samkvæmt framkvæmdaáætlun er gert ráð fyrir síðustu greiðslu 1. september 2012. Samhliða þessum samningi liggur fyrir bæjarráði, samningur milli sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar þar sem hlutur Vegagerðarinnar í fyrrgreindum samningi er að upphæð kr. 20 milljónir.

Á fjárhagsáætlun 2010 er gert ráð fyrir framlagi sveitarfélagins að upphæð kr. 5 milljónir.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða samninga og vísar til endanlegrar ákvörðunar í bæjarstjórn.