Kerfisáætlun 2020-2029

Málsnúmer 1911066

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 249. fundur - 04.12.2019

Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti hf. dags. 22. nóvember 2019 varðandi undirbúning við mótun kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2020-2029. Landsnet kynnir þar verkefnis- og matslýsingu áætlunarinnar og vonar að sem flestir kynni sér matslýsinguna. Frestur til að koma með athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 23. desember 2019. Verkefnis- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Ábendingar og athugasemdir við verkefnis- og matslýsinguna skal senda til Landsnets á póstfangið landsnet@landsnet.is merkt "matslýsing".
Nefndin gerir ekki athugasemdir við verkefnis og matslýsingu kerfisáætlunar 2020-2029 og vísar erindinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13.12.2019

Lagt fram erindi Landsnets, dags. 22.11.2019 þar sem fram kemur að vinna við kerfisáætlun 2020-2029 er hafin og er verkefnis- og matslýsing nú aðgengileg á heimasíðu Landsnets. Samhliða er unnið umhverfismat á umhverfisáhrifum kerfisáætlunar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Megintilgangur matsvinnu er að tryggja að tekið verði tillit til umhverfisjónarmiða við ákvarðanir um áætlunina, draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif og upplýsa um hugsanlegar afleiðingar kerfisáætlunar á umhverfið.
Hægt er að senda athugasemdir og ábendingar um matslýsingu á netfangið landsnet@landsnet.is til og með 23.12.2019.