Áskorun til sveitarfélaga vegna heimilissorps

Málsnúmer 1910043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22.10.2019

Lagt fram erindi Bertu Daníelsdóttur framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans, dags. 14.10.2019 þar sem fram kemur að Blái herinn, Plokk á Íslandi og Íslenski sjávarklasinn hafa tekið höndum saman um að hvetja sveitarfélög og landsmenn alla til þess að loka betur ruslatunnum svo koma megi í veg fyrir að rusl úr heimilistunnum berist út á götur og haf. Skorað er á sveitarfélög að taka þessi mál föstum tökum og bjóða bæjarbúum upp á einfaldar lausnir til að loka sorptunnum s.s. teygjufestingar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna kostnaðar við kaup á einföldum lausnum til að loka sorptunnum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13.12.2019

Lögð fram drög að fréttabréfi vegna klippikorta sem tekin verða í notkun á gámasvæðum Fjallabyggðar í janúar 2020. Markmið klippikorta er að auka flokkun og draga úr urðunarkostnaði. Einnig lagt fram fréttabréf um samstarf Plastpan og Íslenska gámafélagsins um plastendurvinnslu og sveitarfélaginu boðið að prufa festingar fyrir sorptunnur sem hannaðar hafa verið úr endurunnu plasti. Ef festingar reynast vel mun íbúum bjóðast þessi lausn til frambúðar.

Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið fái festingar á ruslatunnur til prufu og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.