Umsókn um styrki vegna fjárhagsáætlunar 2020

Málsnúmer 1910141

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 627. fundur - 05.11.2019

Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar fh. Skíðafélags Ólafsfjarðar, dags. 28.10.2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna Fjarðargöngunnar 2020, Unglingamóts Íslands á skíðum 2020 sem fram fer í samstarfi við Skíðafélag Dalvíkurbyggðar en áætlað er að skíðagangan fari fram í Ólafsfirði og vonandi svig einnig. Styrk vegna stækkurnar á flötinni sem notuð hefur verið fyrir marksvæði og vegna áætlaðar kaupa á tveimur garðhýsum sem munu hýsa geymslu fyrir stangir og aðstöðu fyrir tímatöku. Einnig er óskað eftir endurnýjun á rekstrarstyrk til næstu 3-4 ára.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19.11.2019

Á 627. fundi bæjarráðs þann 05.11.2019 var lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar fh. Skíðafélags Ólafsfjarðar, dags. 28.10.2019 þar sem óskað var eftir styrk vegna Fjarðargöngunnar 2020 og Unglingamóts Íslands á skíðum 2020 sem fram fer í samstarfi við Skíðafélag Dalvíkurbyggðar. Áætlað er að skíðagangan fari fram í Ólafsfirði og vonandi einnig svig. Styrk vegna stækkunar á flöt sem notuð hefur verið fyrir marksvæði og vegna áætlaðra kaupa á tveimur garðhýsum sem geymslu fyrir stangir og einnig aðstöðu fyrir tímatöku. Einnig er óskað eftir endurnýjun á rekstrarstyrk til næstu 3.-4. ára. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

Fyrir mistök við ritun fundargerðar var erindið dagsett 28.10.2019 en það rétta er að erindið barst sveitarfélaginu þann 27.10.2019 en málið stofnað í málakerfi sveitarfélagsins þann 28.10.2019.
Bæjarráð biðst velvirðingar á þessum mistökum í ritun fundargerðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13.12.2019

Á 629. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar óskaði ráðið eftir umsögn og kostnaðarmati vegna tveggja garðhýsa og stækkunar á marksvæði skíðasvæðisins í Tindaöxl vegna umsóknar SÓ um styrk, dags. 27.10.2019

Bæjarráð hafnar beiðni um styrk. Gert er ráð fyrir kostnaði vegna garðhýsis undir tímatöku á framkvæmdaráætlun ársins 2020.