Fyrirspurn um hleðslustöðvar

Málsnúmer 1912017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 632. fundur - 13.12.2019

Lögð fram fyrirspurn Steingríms Kristinssonar, dags. 04.12.2019 er varðar áætlanir bæjarfélagsins um uppsetningu og fjölgun rafhleðslustöðva fyrir rafbíla í Fjallabyggð, einkum Skálahlíð.

Bæjarráð gerir ekki ráð fyrir fjármagni vegna rafhleðslustöðvar við Skálahlíð á fjárhagsárinu 2020.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi möguleika íbúa Skálarhlíðar á að hlaða rafknúin ökutæki sín.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020

Á 632. fundi bæjarráð samþykkir ráðið að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi möguleika íbúa Skálarhlíðar á að hlaða rafknúin ökutæki sín vegna fyrirspurnar Steingríms Kristinssonar dags. 04.12.2019.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar þar sem fram kemur að mögulegt er að setja hleðslustöð við hliðina á inngangi í sorpgeymslu og við bílastæði fyrir framan húsið. Miðað er við stöð sem er með aðgangsstýringu fyrir marga notendur og greiðir þá hver notandi fyrir sína notkun.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021 með tilliti til uppsetningar fyrir fjölbýlishús í útleigu hjá Fjallabyggð.