Bæjarráð Fjallabyggðar

164. fundur 25. mars 2010 kl. 12:15 - 14:30 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Magnúsdóttir formaður
  • Bæjarráð varaformaður
  • Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Samningur um styrk til stígagerðar, til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að áningarstöðum

Málsnúmer 1003122Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti umhverfisfulltrúi og fór yfir drög að samningi við Ferðamálastofu um styrk vegna verkefnisins "Aðgengi um allan bæ - Útilíf og afþreying fyrir alla."
Bæjarráð fagnar framkomnu verkefni, samþykkir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að undirrita.

2.Staða framkvæmda- og viðhaldsverkefna

Málsnúmer 1003123Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti skipulags- og byggingarfulltrúi og upplýsti bæjarráð um stöðu framkvæmda- og viðhaldsverkefna.

3.Boð á Vinabæjamót í Karlskrona 13. - 15. ágúst nk.

Málsnúmer 1003080Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að senda tvo fulltrúa ásamt mökum á vinabæjamótið í Karlskrona.

4.Ósk um að fá að hirða rekavið á ströndinni við Ólafsfjarðarós

Málsnúmer 1003115Vakta málsnúmer

Ferðafélagið Trölli óskar eftir að fá að hirða rekavið á ströndinni við Ólafsfjarðarós.  Tilgangur söfnunar er að vinna efni í fjallaskála á 2-3 stöðum innan sveitarfélagsmarka Fjallabyggðar, svo og girðingarstaura, brennikubba og minjagripi til fjáröflunar verkefnisins.

Til að gæta jafnræðis samþykkir bæjarráð að auglýsa á meðal íbúa Fjallabyggðar eftir aðilum er óska eftir að fá að hirða rekavið af landi sveitarfélagsins.  Jafnframt er umhverfisfulltrúa falið að vinna að tillögu að úthlutunarreglum fyrir bæjarráð.

5.Ósk um leyfi til að safna saman og nýta rekavið í Ólafsfirði

Málsnúmer 1002051Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Ingi Haraldsson, óskar eftir leyfi til að fá að safna saman og nýta þann rekavið sem rekur á land, í landi sveitarfélagsins í Ólafsfirði.
Hugmynd er að nýta viðinn í girðingarstaura og eldivið.
Skipulags- og umhverfisnefnd tók fyrir umbeðna ósk og bókaði á 87. fundi sínum eftirfarandi:

"Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en vísar því til bæjarráðs þar sem um hlunnindi er að ræða".

Til að gæta jafnræðis samþykkir bæjarráð að auglýsa á meðal íbúa Fjallabyggðar eftir aðilum er óska eftir að fá að hirða rekavið af landi sveitarfélagsins.  Jafnframt er umhverfisfulltrúa falið að vinna að tillögu að úthlutunarreglum fyrir bæjarráð.

6.Ósk um lækkun fasteignagjalda

Málsnúmer 1003094Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi um sérstaka lækkun fasteignagjalda frá Sveini Jóhannessyni, sbr 6. grein afsláttarreglna Fjallabyggðar um fasteignaskatt.

Bæjarráð staðfestir tillögu um að veita afslátt af fasteignaskatti, upphæð er taki mið af 6. flokki 5. greinar afsláttarreglna.

7.Ósk um lækkun fasteignagjalda

Málsnúmer 1003132Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi um sérstaka lækkun fasteignagjalda vegna Sigríðar Kristinsdóttur, sbr 6. grein afsláttarreglna Fjallabyggðar um fasteignaskatt.

Bæjarráð staðfestir tillögu um að veita afslátt af fasteignaskatti, upphæð er taki mið af 6. flokki 5. greinar afsláttarreglna.

8.Ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um olíu- og gasrannsóknir á landgrunni Íslands undan Norðurlandi, 358. mál

Málsnúmer 1003093Vakta málsnúmer

Iðnaðarnefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um olíu- og gasrannsóknir á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi, 358. mál.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með framkomna tillögu.

9.Tjarnargata 8, Siglufirði

Málsnúmer 1003074Vakta málsnúmer

Í erindi Herhúsfélagsins er lögð fram beiðni um að taka yfir Tjarnargötu 8, Siglufirði.  Hugmyndin er að endurbyggja húsið í upprunalega mynd í samstarfi við Húsafriðunarnefnd og nýta undir sömu starfsemi og rekin er í Herhúsinu Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og óskar eftir frekari gögnum varðandi skipulag svæðisins.

10.Þjóðlagasveit á vegum Tónlistarskóla Siglufjarðar

Málsnúmer 1003098Vakta málsnúmer

Þjóðlagasveit á vegum Tónlistarskóla Siglufjarðar vann til verðlauna á "uppskeruhátíð tónlistarskóla" á Norður- og Austurlandi sem fram fór á Akureyri 13. mars s.l..

Þar með vann sveitin sér rétt til að keppa í úrslitum sem fara fram í Reykjavík þann 27. mars nk.

Í erindi skólastjóra Tónlistarskóla Siglufjarðar kemur fram að við gerð fjárhagsáætlunar 2010 hafi einungis verið gert ráð fyrir svæðisbundnum ferðakostnaði og því er ljóst að við ferð sveitarinnar til Reykjavíkur mun kostnaður fara fram úr áætlun.

Þar sem skammur tími er til stefnu varðandi fjáröflun, er óskað eftir viðbótarframlagi til skólans, að upphæð kr. 130 þúsund, til að standa straum af kostnaði við áðurnefnda ferð.
Bæjarráð fagnar árangri þjóðlagasveitarinnar og samþykkir erindið og að framlag verði fært af sameiginlegum kostnaði, fjárhagslið 21-81.

11.Myndun þjónustusvæðis á Norðurlandi vestra vegna yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga þann 1. janúar 2011

Málsnúmer 1003096Vakta málsnúmer

Þann 1. janúar 2011 er áætlað að málefni fatlaðra færist frá ríki til sveitarfélaga samkvæmt samkomulagi þar um. Undirbúningur yfirfærslunnar hefur staðið um nokkurt skeið að hálfu ríkis og sveitarfélaga á vettvangi sérstakrar verkefnisstjórnar sem um málið fjallar. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að mynduð verði sérstök þjónustusvæði milli þeirra sveitarfélaga sem ekki telja átta þúsund íbúa og skuli þjónustusvæðið samanlagt ekki telja færri íbúa en átta þúsund.
Stjórn SSNV fjallaði um málið á fundi 9. mars sl. og leggur til að áfram verði rekið byggðasamlag um málaflokkinn á Norðurlandi vestra með dreifðri þjónustu. Fer stjórnin þess á leit við sveitarfélögin sem standa að byggðasamlagi um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra að þau staðfesti þátttöku í myndun þjónustusvæðis sem helgast af sveitarfélagsmörkum Bæjarhrepps, Húnaþings vestra, Húnavatnshrepps, Blönduósbæjar, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps og Fjallabyggðar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún staðfesti þátttöku sveitarfélagsins í myndun þjónustusvæðis samkvæmt ofanskráðu.
Jafnframt óskar bæjarráð eftir að félagsmálanefnd veiti bæjarstjórn umsögn um málið.

12.Aðalfundur Tækifæris hf.

Málsnúmer 1003091Vakta málsnúmer

Aðalfundur Tækisfæris hf. verður haldinn 30. mars n.k.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins.

13.Fyrirspurn um framkvæmdir við sundlaugina í Ólafsfirði

Málsnúmer 1003053Vakta málsnúmer

Byggingar- og skipulagsfulltrúi lagði fram skrifleg svör við fyrirspurn Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur um framkvæmdir við sundlaugina í Ólafsfirði.

Framvinda verksins er komin í 48% af upphaflegri áætlun eins og hún var á síðasta verkfundi 22. mars.

Auka- og viðbótarverk eru komin í 2,5 mkr. sem eru 5,6% umfram samningsfjárhæð.

Helmings þess kostnaðar sem kominn er vegna auka- og viðbótarverka má rekja til vinnu og óhappa vegna lagna sem grafa þurfti frá, flytja og lagfæra.

Nokkur viðbótarverk má rekja til breytinga sem gerð var á hönnun, vegna praktískra atriða, s.s. hækkun á stoðvegg og girðingum.

Vitað er um nokkurn aukakostnað sem á eftir að koma s.s. aukinn hönnunarkostnað, yfirborðsefni á potta sem tekið var út úr áætlun og kostnað vegna jöfnunartanks sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun.

14.Leiga húsnæðis til Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1003140Vakta málsnúmer

Í erindi fulltrúa Mennta- og menningarmálaráðuneytis er óskað

eftir viðræðum varðandi leigu á skólahúsnæði í Ólafsfirði undir starfsemi skólans.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna.

15.Útboð á tryggingum fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 0902140Vakta málsnúmer

Kærunefnd útboðsmála hefur fjallað um kæru VÍS vegna útboðs Ríkiskaupa á tryggingum fyrir Fjallabyggð.
Niðurstaða kærunefndarinnar er, að lög um opinber innkaup nr. 84/2007 hafi ekki verið brotin.
Öllum kröfum kæranda er því hafnað.
Kröfu kærða um að kærandi VÍS skuli greiða málskostnað til ríkissjóðs var einnig hafnað.

16.Fundargerð Stjórnar SSNV 9. mars 2010

Málsnúmer 1003071Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.