Fyrirspurn um framkvæmdir við sundlaugina í Ólafsfirði

Málsnúmer 1003053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 162. fundur - 11.03.2010

Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir lagði fram eftirfarandi.

Undirrituð óskar eftir upplýsingum um framvindu framkvæmda við sundlaug í Ólafsfirði. Óskað er eftir verk- og kostnaðaráætlun, ásamt upplýsingum um aukaverk sem kunna að hafa fallið til, fram að þessu. Óskaði hún eftir svari á næsta bæjarráðsfundi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 164. fundur - 25.03.2010

Byggingar- og skipulagsfulltrúi lagði fram skrifleg svör við fyrirspurn Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur um framkvæmdir við sundlaugina í Ólafsfirði.

Framvinda verksins er komin í 48% af upphaflegri áætlun eins og hún var á síðasta verkfundi 22. mars.

Auka- og viðbótarverk eru komin í 2,5 mkr. sem eru 5,6% umfram samningsfjárhæð.

Helmings þess kostnaðar sem kominn er vegna auka- og viðbótarverka má rekja til vinnu og óhappa vegna lagna sem grafa þurfti frá, flytja og lagfæra.

Nokkur viðbótarverk má rekja til breytinga sem gerð var á hönnun, vegna praktískra atriða, s.s. hækkun á stoðvegg og girðingum.

Vitað er um nokkurn aukakostnað sem á eftir að koma s.s. aukinn hönnunarkostnað, yfirborðsefni á potta sem tekið var út úr áætlun og kostnað vegna jöfnunartanks sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun.