Ósk um að fá að hirða rekavið á ströndinni við Ólafsfjarðarós

Málsnúmer 1003115

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 164. fundur - 25.03.2010

Ferðafélagið Trölli óskar eftir að fá að hirða rekavið á ströndinni við Ólafsfjarðarós.  Tilgangur söfnunar er að vinna efni í fjallaskála á 2-3 stöðum innan sveitarfélagsmarka Fjallabyggðar, svo og girðingarstaura, brennikubba og minjagripi til fjáröflunar verkefnisins.

Til að gæta jafnræðis samþykkir bæjarráð að auglýsa á meðal íbúa Fjallabyggðar eftir aðilum er óska eftir að fá að hirða rekavið af landi sveitarfélagsins.  Jafnframt er umhverfisfulltrúa falið að vinna að tillögu að úthlutunarreglum fyrir bæjarráð.