Samningur um styrk til stígagerðar, til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að áningarstöðum

Málsnúmer 1003122

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 164. fundur - 25.03.2010

Á fund bæjarráðs mætti umhverfisfulltrúi og fór yfir drög að samningi við Ferðamálastofu um styrk vegna verkefnisins "Aðgengi um allan bæ - Útilíf og afþreying fyrir alla."
Bæjarráð fagnar framkomnu verkefni, samþykkir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að undirrita.