Leiga húsnæðis til Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1003140

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 164. fundur - 25.03.2010

Í erindi fulltrúa Mennta- og menningarmálaráðuneytis er óskað

eftir viðræðum varðandi leigu á skólahúsnæði í Ólafsfirði undir starfsemi skólans.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 172. fundur - 02.06.2010

Fyrir bæjarráði liggja drög að húsaleigusamningi og minnispunktar frá fundi bæjarstjóra með starfsmanni mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Ráðuneytið er tilbúið að semja um leigu á Gagnfræðaskólanum eins og hann er í dag, að frádregnu því húsnæði sem Grunnskóli Fjallabyggðar þarf fyrir list- og verkgreinastofur og salernisaðstöðu.

Í ljósi nýrra upplýsinga um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga er bæjarstjóra falið að halda áfram með málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 173. fundur - 16.06.2010

Fyrir bæjaráði liggja drög að húsaleigusamningi til fimm ára vegna menntaskólans á Tröllaskaga um kennsluaðstöðu í gagnfræðaskólanum við Ægisgötu, Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með orðalagsbreytingum.
Bæjarstjóra falið að undirrita samning