Ósk um leyfi til að safna saman og nýta rekavið í Ólafsfirði

Málsnúmer 1002051

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 17.03.2010

Gunnlaugur Ingi Haraldsson sækir um leyfi til að safna saman og nýta þann rekavið sem rekur á land, í landi sveitarfélagsins í Ólafsfirði.  Frá  Ósbrekkusandi að vestan að Rekabásum að austan.  Hugmyndin er að nýta þennan við í griðingarstaura og eldivið.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en vísar því til bæjarráðs þar sem um hlunnindi er að ræða.   Við afgreiðslu málsins vill nefndin vekja athygli á samning sem gerður var við Jóhannes Jóhannesson í nóvember 1990.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 164. fundur - 25.03.2010

Gunnlaugur Ingi Haraldsson, óskar eftir leyfi til að fá að safna saman og nýta þann rekavið sem rekur á land, í landi sveitarfélagsins í Ólafsfirði.
Hugmynd er að nýta viðinn í girðingarstaura og eldivið.
Skipulags- og umhverfisnefnd tók fyrir umbeðna ósk og bókaði á 87. fundi sínum eftirfarandi:

"Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en vísar því til bæjarráðs þar sem um hlunnindi er að ræða".

Til að gæta jafnræðis samþykkir bæjarráð að auglýsa á meðal íbúa Fjallabyggðar eftir aðilum er óska eftir að fá að hirða rekavið af landi sveitarfélagsins.  Jafnframt er umhverfisfulltrúa falið að vinna að tillögu að úthlutunarreglum fyrir bæjarráð.