Bæjarráð Fjallabyggðar

599. fundur 02. apríl 2019 kl. 16:30 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Malbik 2019 útboð/verðkönnun

Málsnúmer 1903077Vakta málsnúmer

Lögð fram útboðs- verklýsing og tilboðsblað í malbikun í Fjallabyggð 2019 ásamt vinnuskjali deildarstjóra tæknideildar, dags. 26.03.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokaða verðkönnun vegna malbikunar á götum Fjallabyggðar árið 2019.
Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:
Malbikun Norðurlands, Malbiku Akureyrar og Colas.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til þess að halda lokaða verðkönnun í malbikun gatna í Fjallabyggð árið 2019.

2.Útboð grunnskólalóð Siglufirði 3. áfangi

Málsnúmer 1903076Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.03.2019 þar sem óskað er eftir heimild til þess að halda lokað útboð vegna framkvæmda við 3. áfanga grunnskólalóðarinnar á Siglufirði.
Eftirfarandi verktökum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkefnið:
Bás ehf. Sölvi Sölvason, Smári ehf. Árni Helgason ehf. Fjallatak ehf. og Magnús Þorgeirsson.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs í 3. áfanga grunnskólalóðar á Siglufirði.

3.Trúnaðarmál - Starfsmannamál

Málsnúmer 1802098Vakta málsnúmer

Niðurstaða bókuð í trúnaðarbók.

4.Endurskoðun samnings um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1901100Vakta málsnúmer

Lagður fram verktakasamningur Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar við fjármála- og stjórnsýslusvið Dalvíkurbyggðar um framkvæmd og umsjón með launavinnslum og bókhaldi (viðauki 1) samkvæmt samningi um samrekstur tónlistarskólans á Tröllaskaga.
Einnig lagður fram til kynningar eignalisti Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir árin 2016-2019

Bæjarráð samþykkir verktakasamning (viðauka 1)og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að undirrita samninginn. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við eignalista TÁT 2016-2019.

5.Starf rekstrar- og umsjónaraðila tjaldsvæða Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði

Málsnúmer 1902068Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 28.03.2019. Alls bárust sex umsóknir um starf rekstrar- og umsjónaraðila tjaldsvæða Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði. Eftir yfirferð voru þrír aðilar sem höfðu reynslu af rekstri í ferðaþjónustu og/eða umsjón tjaldsvæða boðaðir í viðtal;
Ida M. Semey fyrir hönd Kaffi Klöru ehf.
Sunna Björg Valsdóttir
Sæmundur Gunnar Ámundason

Að mati deildarstjóra og markaðs- og menningarfulltrúa sem fóru yfir umsóknir og tóku viðtöl er sú reynsla og þekking sem rekstraraðilar Kaffi Klöru ehf hafa öðlast af rekstri tjaldsvæðis í Ólafsfirði mjög góð. Af þeim aðilum sem sóttu um starf rekstraraðila tjaldsvæða er Kaffi Klara með mestu reynsluna og því sé fyrsti kostur að ganga til samninga við Kaffi Klöru um rekstur- og umsjón tjadsvæða í Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Kaffi Klöru ehf um rekstur- og umsjón tjaldsvæða í Fjallabyggð og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi við Kaffi Klöru ehf.

6.Staðgreiðsla tímabils - 2019

Málsnúmer 1901047Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til mars 2019. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 273.911.626 eða 98,66% af tímabilsáætlun.

7.Brunaæfing í Múlagöngum 24. febrúar 2019

Málsnúmer 1903056Vakta málsnúmer

Lögð fram drög af bréfi bæjarráðs dags. 02.04.2019 til vegamálastjóra varðandi brunavarnir í jarðgöngum í Fjallabyggð þar sem óskað er eftir viðræðum við Vegagerðina um þjónustusamning um brunavarnir í jarðgöngum í Fjallabyggð. Einnig óskar bæjarráð eftir því að Vegagerðin staðfesti færslu á skíðalyftu og skíðaskála í Skarðsdal. Bæjarráð áréttar einnig kröfur sínar um útvarpssendingu í jarðgöngum í Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda á vegamálastjóra.

8.Samningur vegna afnota af Tjarnarborg 2019

Málsnúmer 1903103Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur milli Fjallabyggðar og Leikfélags Fjallabyggðar (L.F.) vegna uppsetningar L.F. á leikritinu Bót og betrun í Menningarhúsinu Tjarnarborg en verkið verður frumsýnt föstudaginn 5. apríl nk. Framlag Fjallabyggðar til L.F. samkvæmt samningi þessum er kr. 222.000 kr.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga frá samningnum. Kostnaður kr. 222.000 rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2019 og verður færður á Tekjulykill: 05610-0340 kr. 222.000 og Gjaldalykill: 05810-9291 kr. 222.000

9.Tillaga frá aðalfundi BSE um innkaup mötuneyta

Málsnúmer 1903069Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Búnaðarsambands Eyjafjarðar (BSE), dags. 05.03.2019 um innkaup mötuneyta þar sem skorað er á allar bæjar- og sveitastjórnir í Eyjafirði að beita sér fyrir því að mötuneyti grunn- og leikskóla á þeirra vegum noti sem mest af íslensku hráefni.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

10.Styrktarsjóður EBÍ 2019

Málsnúmer 1903083Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 25.03.2019 þar sem fram kemur að opnað hefur verið fyrir umsóknir í styrktarsjóð EBÍ fyrir árið 2019. Eingöngu aðildarsveitarfélög EBÍ geta sótt um styrk vegna sérstakra framfaraverkefna, athugana/rannsókna í þágu byggðarlaga á sviði atvinnulífs, samgöngu-, fræðslu- og menningarmála. Umsóknarfrestur er til aprílloka. Einungis er hægt að sækja um styrk vegna eins verkefnis.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

11.Sigló Freeride - skíða- og snjóbretta keppni

Málsnúmer 1903088Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi The Empire á Siglufirði, dags 27.03.2019 þar sem fram kemur að fyrirtækið er að skipuleggja mót helgina 12. - 14. apríl 2019 undir nafninu Sigló Freeride sem er keppni og helgarviðburður fyrir skíða - og snjóbrettafólk með áherslu á rennsli utan brauta. Keppt er bæði í aldurshópi 14 - 17 ára og 18 ára og eldri. Mótið er hluti af alþjóðlegri mótaröð, Freeride World Tour, sem á rætur sínar að rekja til alpana. Keppnin á Siglufirði er "Freeride World Qualifier" sem þýðir að á efstu stigum keppninnar keppir besta skíða- og snjóbrettafólk heims.

Fyrirtækið óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins í formi:
1.
Fjárhagslegs styrkjar að upphæð 1,5 milljón kr. vegna öryggismála, m.a. tveggja sérmenntaðra leiðsögumanna, læknis, sjúkraflutningamanna, sérfræðings í snjóflóðamati og aðstæðum, björgunarsveitar og kostnaðs við flutning og uppihald þessara aðila á meðan á keppninni stendur.
2.
Stólar og borð til þess að hafa uppi í fjalli.
3.
Tjald (t.d. til þess að selja mat og/eða drykk, söluvarning og þ.h.)
4.
Sjálfboðaliða til þess að aðstoða almennt á viðburðinum.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrk að upphæð 1,5 mkr og bendir á að umsóknarfrestur til þess að sækja um styrki í bæjarsjóð vegna frístundamála árið 2019 rann út 5. október 2018. Þá hefur bæjarráð ekki yfir sjálfboðaliðum að ráða til að aðstoða við viðburðinn. Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að kanna hvort sveitarfélgið hafi yfir að ráða stólum og borðum sem mögulegt væri að lána á skíðasvæðið.

12.Ársfundur SÍMEY-Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar 2019

Málsnúmer 1903089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar (Símey), dags. 22.03.2019 en ársfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar árið 2019 verður haldinn miðvikudaginn 10. apríl n.k. kl. 14:15-15:00 í húsnæði miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4 á Akureyri. Að loknum ársfundi kl. 15:15 mun Jafnréttisstofa halda erindi um kynjasamþættingu.

13.Opnunarhátíð Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál

Málsnúmer 1903090Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Háskóla Íslands, dags. 27.03.2019 er varðar Opnunarhátíð Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál á Laugarvatni 5. apríl kl. 15-17 - Niður úr fílabeinsturninum: Hvað geta rannsóknir gert fyrir íslensk sveitarfélög á 21. öldinni?

14.Aukaaðalfundur Eyþings

Málsnúmer 1903040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi stjórnar Eyþings, dags. 08.03.2019 þar sem boðað er til aukaaðalfundar Eyþings 9. apríl nk. á Hótel Kea Akureyri kl. 13:00.

15.Umsókn tækifærisleyfi

Málsnúmer 1903091Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi Eystra, dags, 27.03.2019 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku kt. 460184-0109, Ólafsfjarðarvegi, Ólafsfirði, um tækifærisleyfi og/eða tímabundið áfengisleyfi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um tækifærisleyfi og/eða tímabundið áfengisleyfi fyrir sitt leyti.

16.Umsókn um tækifærisleyfi

Málsnúmer 1904005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra dags. 29.03.2019 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Valló ehf kt. 640908-0680, Fossvegi 13, Siglufirði, um tækifærisleyfi og/eða tímabundið áfengisleyfi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um tækifærisleyfi og/eða tímabundið áfengisleyfi fyrir sitt leyti.

17.Samfellt þjónustukort fyrir allt landið með upplýsingum um aðgengi landsmanna að almennri þjónustu á vegum bæði stjórnvalda og einkaaðila.

Málsnúmer 1903096Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27.03.2019 varðandi samfellds þjónustukorts fyrir allt landið. Í erindinu kemur fram að Byggðastofnun vinnur nú að gagnvirku yfirlitskorti með upplýsingum um aðgengi landsmanna að almennri þjónustu á vegum bæði stjórnvalda og einkaaðila. Markmiðið er að upplýsingar um þá þjónustu sem er fyrir hendi um land allt verði aðgengilegri og áreiðanlegri en nú er.

Ráðgert er að lokið verði við að skrá um 65 þjónustuflokka á þjónustukortið, þjónustukort.is fyrir árslok og fer þá í loftið fyrsta gagnvirka kortið sinnar tegundar, sem veitir aðgang að heildstæðum þjónustuupplýsingum um land allt. Er þjónustukortið að þessu leyti einstakt frumkvöðlaverk. Mikilvægt er síðan að upplýsingar sem til grundvallar liggja verði sífellt uppfærðar.
Sveitarfélög sjá um lungann úr allri þjónustu við nærsamfélagið og er aðkoma þeirra að verkefninu því afar mikilvæg. Til að greiða fyrir aðild þeirra hefur verið útbúið einfalt samningsform sem skilgreinir í hverju samstarfið við Byggðastofnun felst. Um afhendingu á upplýsingum er að ræða, sem ætti að vera fljótlegt fyrir sveitarfélög að taka saman og uppfæra á reglubundnum grunni. Þá er einnig opnað á samstarf að frekari þróun þjónustukortsins, standi vilji almennt til þess síðar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra Fjallabyggðar.

18.Málstofa 5. apríl: Staða kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og samspil við embættismenn

Málsnúmer 1903099Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Háskóla Íslands, dags. 29.03.2019 er varðar boð á málstofu um stöðu kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og samspil við embættismenn. Málstofan fer fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni þann 5. apríl nk. kl. 13-14:30 í tengslum við opnun Rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál á Laugarvatni.

19.Áform fjármálaráðherra að skerða tekjur jöfnunarsjóðs og mat á áhrifum á einstök sveitarfélög

Málsnúmer 1903058Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar áætlun um tekjur og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

20.Fundargerðir stjórnar Eyþings - 2019

Málsnúmer 1901023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 318. fundargerð stjórnar Eyþings frá 12.03.2019

21.Frá nefndasviði Alþingis -710. mál til umsagnar um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð

Málsnúmer 1903070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá nefndasviði Alþingis dags. 22.03.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál.

22.Frá nefndasviði Alþingis - 711. mál til umsagnar - breyting á lögum um ávana- og fíkniefni

Málsnúmer 1903086Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags 25.03.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurími), 711. mál.

23.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
Fundargerð 14. fundar Stjórnar Hornbrekku frá 27.03.2019
Fundargerð 1. fundar Öldungaráðs frá 29.03.2019
Fundargerð 69. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 1.apríl sl.

Fundi slitið - kl. 17:30.