Samfellt þjónustukort fyrir allt landið með upplýsingum um aðgengi landsmanna að almennri þjónustu á vegum bæði stjórnvalda og einkaaðila.

Málsnúmer 1903096

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 02.04.2019

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27.03.2019 varðandi samfellds þjónustukorts fyrir allt landið. Í erindinu kemur fram að Byggðastofnun vinnur nú að gagnvirku yfirlitskorti með upplýsingum um aðgengi landsmanna að almennri þjónustu á vegum bæði stjórnvalda og einkaaðila. Markmiðið er að upplýsingar um þá þjónustu sem er fyrir hendi um land allt verði aðgengilegri og áreiðanlegri en nú er.

Ráðgert er að lokið verði við að skrá um 65 þjónustuflokka á þjónustukortið, þjónustukort.is fyrir árslok og fer þá í loftið fyrsta gagnvirka kortið sinnar tegundar, sem veitir aðgang að heildstæðum þjónustuupplýsingum um land allt. Er þjónustukortið að þessu leyti einstakt frumkvöðlaverk. Mikilvægt er síðan að upplýsingar sem til grundvallar liggja verði sífellt uppfærðar.
Sveitarfélög sjá um lungann úr allri þjónustu við nærsamfélagið og er aðkoma þeirra að verkefninu því afar mikilvæg. Til að greiða fyrir aðild þeirra hefur verið útbúið einfalt samningsform sem skilgreinir í hverju samstarfið við Byggðastofnun felst. Um afhendingu á upplýsingum er að ræða, sem ætti að vera fljótlegt fyrir sveitarfélög að taka saman og uppfæra á reglubundnum grunni. Þá er einnig opnað á samstarf að frekari þróun þjónustukortsins, standi vilji almennt til þess síðar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra Fjallabyggðar.