Malbik 2019 útboð/verðkönnun

Málsnúmer 1903077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 02.04.2019

Lögð fram útboðs- verklýsing og tilboðsblað í malbikun í Fjallabyggð 2019 ásamt vinnuskjali deildarstjóra tæknideildar, dags. 26.03.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokaða verðkönnun vegna malbikunar á götum Fjallabyggðar árið 2019.
Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:
Malbikun Norðurlands, Malbiku Akureyrar og Colas.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til þess að halda lokaða verðkönnun í malbikun gatna í Fjallabyggð árið 2019.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23.04.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 15.03.2019 þar sem fram kemur að tilboð í malbikun í Fjallabyggð 2019 voru opnuð mánudaginn 15 apríl. Eftirfarandi tilboð bárust:
Hlaðbær Colas kr. 57.323.000
Malbikun Norðurlands kr. 48.355.000
Malbikun Akureyrar kr. 34.134.000
Kostnaðaráætlun kr. 38.815.000

Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Malbikunar Akureyrar sem jafnframt er lægstbjóðandi.