Endurskoðun samnings um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1901100

Vakta málsnúmer

Skólanefnd TÁT - 13. fundur - 08.02.2019

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi endurskoðun á samstarfssamningi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar falið að ljúka við samningsdrögin og leggja fyrir byggðarráð Dalvíkurbyggðar og bæjarráð Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20.02.2019

Lögð fram drög að endurskoðuðum samningi Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12.03.2019

Lagður fram undirritaður samningur bæjarstjóra um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 02.04.2019

Lagður fram verktakasamningur Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar við fjármála- og stjórnsýslusvið Dalvíkurbyggðar um framkvæmd og umsjón með launavinnslum og bókhaldi (viðauki 1) samkvæmt samningi um samrekstur tónlistarskólans á Tröllaskaga.
Einnig lagður fram til kynningar eignalisti Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir árin 2016-2019

Bæjarráð samþykkir verktakasamning (viðauka 1)og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að undirrita samninginn. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við eignalista TÁT 2016-2019.

Skólanefnd TÁT - 14. fundur - 03.05.2019

Undirritaður samningur um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagður fram til kynningar. Með nýjum samningi verður málaskrá TÁT framvegis hýst í málakerfi Dalvíkurbyggðar, Dalvíkurbyggð mun halda utan um fundarboðun og fundarritun. Formaður nefndarinnar mun koma frá Fjallabyggð samkvæmt nýjum samningi.