Sigló Freeride - skíða- og snjóbretta keppni

Málsnúmer 1903088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 02.04.2019

Lagt fram erindi The Empire á Siglufirði, dags 27.03.2019 þar sem fram kemur að fyrirtækið er að skipuleggja mót helgina 12. - 14. apríl 2019 undir nafninu Sigló Freeride sem er keppni og helgarviðburður fyrir skíða - og snjóbrettafólk með áherslu á rennsli utan brauta. Keppt er bæði í aldurshópi 14 - 17 ára og 18 ára og eldri. Mótið er hluti af alþjóðlegri mótaröð, Freeride World Tour, sem á rætur sínar að rekja til alpana. Keppnin á Siglufirði er "Freeride World Qualifier" sem þýðir að á efstu stigum keppninnar keppir besta skíða- og snjóbrettafólk heims.

Fyrirtækið óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins í formi:
1.
Fjárhagslegs styrkjar að upphæð 1,5 milljón kr. vegna öryggismála, m.a. tveggja sérmenntaðra leiðsögumanna, læknis, sjúkraflutningamanna, sérfræðings í snjóflóðamati og aðstæðum, björgunarsveitar og kostnaðs við flutning og uppihald þessara aðila á meðan á keppninni stendur.
2.
Stólar og borð til þess að hafa uppi í fjalli.
3.
Tjald (t.d. til þess að selja mat og/eða drykk, söluvarning og þ.h.)
4.
Sjálfboðaliða til þess að aðstoða almennt á viðburðinum.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrk að upphæð 1,5 mkr og bendir á að umsóknarfrestur til þess að sækja um styrki í bæjarsjóð vegna frístundamála árið 2019 rann út 5. október 2018. Þá hefur bæjarráð ekki yfir sjálfboðaliðum að ráða til að aðstoða við viðburðinn. Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að kanna hvort sveitarfélgið hafi yfir að ráða stólum og borðum sem mögulegt væri að lána á skíðasvæðið.