Sérfræðiráðgjöf við Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1811092

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 04.12.2018

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála, dags. 28.11.2018 þar sem lagt er til að samið verði við Tröppu ráðgjöf um sérfræðiráðgjöf við Grunnskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Tröppu ráðgjöf vegna sérfræðiþjónustu við Grunnskóla Fjallabyggðar og vísar kostnaði kr. 2.000.000.- í viðauka nr. 16/2018 við málaflokk 04020 og lykill 4390 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 10.12.2018

Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Helena Hannesdóttir Asperlund sátu undir þessum lið.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að ganga til samninga við Tröppu ráðgjöf um sérfræðiráðgjöf í Grunnskóla Fjallabyggðar. Um er að ræða ráðgjöf í formi sérfræðiaðstoðar við endurskoðun á sýn og stefnu skólans með það fyrir augum að í skólanámskrá og í daglegu starfi skólans endurspeglist starf í anda nýrrar fræðslustefnu Fjallabyggðar, núgildandi aðalnámskrár og ríkjandi menntastefnu í landinu, menntun án aðgreiningar. Núgildandi sýn og stefna skólans er frá fyrstu árum Grunnskóla Fjallabyggðar en skólanámskrá hefur verið endurskoðuð. Vinnan hefst í byrjun næsta árs með kynningarfundum fyrir Fræðslu- og frístundanefnd, bæjarfulltrúa, starfsfólk grunnskólans, nemendur og foreldra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 08.01.2019

Lögð fram drög að samningi við Tröppu ehf um ráðgjöf og stuðning við skólasamfélagið í Fjallabyggð ásamt verkefnalýsingu og tímalínu verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir drög að samningi ásamt fylgigögnum og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi og leggja fyrir bæjarráð.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 14.01.2019

Gestir fundarins voru þau Kristrún Lind Birgisdóttir og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafar frá Tröppu ráðgjöf. Samningur hefur verið gerður við Tröppu ráðgjöf ehf um sérfræðiráðgjöf við Grunnskóla Fjallabyggðar. Megináhersla ráðgjafarinnar er framkvæmd á skólastefnu sveitarfélagsins og endurgerð á skólanámaskrá, sýn og stefnu grunnskólans með það fyrir augum að í daglegu starfi skólans endurspeglist starf í anda nýrrar fræðslustefnu Fjallabyggðar, núgildandi aðalnámskrár og ríkjandi menntastefnu í landinu - menntun án aðgreiningar. Í samkomulagi Tröppu ráðgjafar og Fjallabyggðar verður unnið eftir sýn um framúrskarandi skóla þar sem gert er ráð fyrir að ná árangri umfram væntingar. Áhersla verður lögð á fjölbreytta kennsluhætti. Kristrún Lind og Gunnþór kynntu ráðgjöfina fyrir fundarmönnum.