Heimild til lokað útboðs - ný íbúð Skálarhlíð

Málsnúmer 1811045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 04.12.2018

Lögð fram beiðni bæjarstjóra þar sem óskað er heimildar til lokaðs útboðs vegna breytingar á 1. hæð í Skálarhlíð.

Eftirtöldum aðilum verður gefinn kostur á að bjóða í verkið :
Berg ehf
GJ Smiðir ehf
L-7 ehf
Trésmíði ehf

Bæjarráð heimilar lokað útboð vegna breytingar á 1.hæð í Skálarhlíð og felur deildarstjóra tæknideildar úrvinnslu málsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 08.01.2019

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar varðandi opnun tilboða í breytingar á 1. hæð í Skálarhlíð.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Berg ehf 9.931.177
L7 ehf 9.100.026
Kostnaðaráætlun 9.243.020

Deildarstjóri tæknideildar leggur til að tilboði L7 ehf sem er lægstbjóðandi verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði L7 ehf.