Dómsniðurstaða varðandi laxeldi

Málsnúmer 1812061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 08.01.2019

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20.12.2018 þar sem vakin er athygli á niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness frá 12.12.2018 í máli Náttúruverndar 2 málsóknarfélags gegn Matvælastofnun og Löxum fiskeldi á Austfjörðum.

Í dómi reynir á úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá október sl. þess efnis, að fella megi starfs- og rekstrarleyfi til laxeldis niður á þeirri forsendu að ekki sé í matsskýrslu fjallað um umhverfisáhrif annarra valkosta en sjókvíaeldis. Niðurstaða héraðsdóms er að ekki hafi tekist að sýna fram á slíka ógildingarannamarka á ákvörðun Skipulagsstofnunar.
Byggir dómurinn á vitnisburði Egils Þórarinssonar, sérfræðings á sviði umhverfismats hjá Skipulagsstofnun, sem segir aðra valkosti, þ.e. geldfisk, eldi í lokuðum sjókvíum og eldi á landi, á tilraunastigi og því óraunhæfa.