Ferðaleikhús fyrir leikskólabörn

Málsnúmer 1812059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 08.01.2019

Lagt fram erindi Júlíönu Kristínar Jónsdóttur, dags. 21.12.2018 þar sem hún vill kanna áhuga sveitarfélagsins á leiksýningunni „Það og Hvað“ sem er sýning fyrir börn á leikskólaaldri gegn vægu gjaldi.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 05.02.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 29.01.2019 vegna umsagnar um leiksýninguna „Það og Hvað“.
Deildarstjóri leggur til að erindi Júlíönu Kristínar Jónsdóttur dags. 21.12.2019 þar sem kannaður er áhugi sveitarfélagsins á að fá leiksýninguna verði vísað til skoðunar markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar með tilliti til þess hvort sýningin hentar dagskrá í tengslum við bæjarhátíðina Trilludaga.

Bæjarráð þakkar Júlíönu Kristínu Jónsdóttur gott boð og vísar erindinu til markaðs- og menningarfulltrúa til skoðunar í tengslum við dagskrá Trilludaga.