Viðgerð á fráveituröri Primex

Málsnúmer 1610086

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 207. fundur - 02.11.2016

Rúnar Marteinsson óskar eftir því fyrir hönd Primex ehf að Fjallabyggð ljúki við viðgerð á fráveituröri Primex við Óskarsgötu 7.

Deildarstjóri tæknideildar sýndi fundarmönnum myndbönd af umræddu röri sem tekin voru af kafara 3.júlí 2016 þar sem að hann kafar meðfram lögninni og skoðar ástand hennar. Samkvæmt kafaranum þá er ástand lagnarinnar í lagi. Þó má geta þess að samkvæmt deildarstjóra tæknideildar þarf að setja steyptar sökkur til að tryggja betur festingar og er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2017.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15.11.2016





Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dagsett 10. nóvember 2016, um viðgerð á fráveituröri Primex.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29.11.2016

10. nóvember 2016, óskaði Heilbrigðisnefnd N.v. eftir fundi með fulltrúum Ramma, Prímex og Fjallabyggðar, í framhaldi af bréfi og gögnum frá Fjallabyggð, sem gáfu til kynna að rækjuskel bærist út í viðtaka í gegnum fráveitulagnir frá framleiðslufyrirtækjum.

Lagt fram minnisblað frá fundi 21. nóv. sl.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir nánari skýringum frá Heilbrigðisnefnd N.v. á því hvernig hægt sé að koma í veg fyrir mengun sem varð í höfninni á Siglufirði s.l. sumar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 06.12.2016

Á 477. fundi bæjarráðs, 29. nóvember 2016, í tengslum við minnisblað frá fundi heilbrigðisfulltrúa Heilbrigðiseftirlits N.v. með fulltrúum Ramma, Prímex og Fjallabyggðar, 21. nóvember s.l., samþykkti bæjarráð að óska eftir nánari skýringum frá Heilbrigðisnefnd N.v. á því hvernig hægt væri að koma í veg fyrir mengun sem varð í höfninni á Siglufirði s.l. sumar.

Lögð fram til kynningar beiðni Heilbrigðiseftirlitsins til Primex um nánari upplýsingar um framvindu rannsóknaverkefna um frekari vinnslu á próteini úr rækjuhrati.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 517. fundur - 05.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Primex ehf., dags. 24. ágúst 2007, þar sem gerðar eru tillögur um sameiginlegar úrbætur Fjallabyggðar og Primex vegna útrása beggja aðila út í sjó.

Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar um málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19.09.2017

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Primex ehf sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs þann 5. september sl.
Í erindi Primex eru gerðar tillögur um sameiginlegar úrbætur Fjallabyggðar og Primex vegna útrása beggja aðila út í sjó. Í minnisblaði bæjarstjóra og deildarstjóra er lagt til að útrás við Primex verði lengd til austurs á dýpra vatn svo minnka megi mengun í Siglufjarðarhöfn. Enn fremur er lagt til að Primex setji upp hreinsibúnað í verksmiðjunni til að sía frá litaðan lífmassa.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ræða tillögurnar við forsvarsmenn Primex.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 08.01.2019

Lagt fram erindi Primex dags. 28.12.2018 þar sem þess er óskað að bæjarráð fylgi eftir afgreiðslu ráðsins frá 21. september 2017 varðandi viðræður bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar við forsvarsmenn Primex um tillögur að sameiginlegum úrbótum á frárennsli Primex.
Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar frá 15.9.2017 þar sem farið er yfir málið.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við forsvarsmenn Primex ehf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29.01.2019

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar, dags. 25.01.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun í samstarfi við Primex vegna viðgerðar og lengingar á útrásarröri frá Primex til þess að minnka hættu á mengun í Siglufjarðarhöfn.

Bæjarráð samþykkir að taka málið aftur fyrir þegar kostnaðurtölur liggja fyrir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10.04.2019

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 8.4.2019 þar sem fram kemur að eitt tilboð barst í viðgerð og lengingu á útrás við Primex.
Eftirfarandi tilboð barst:
Bás ehf kr. 13.718.800.
Kostnaðaráætlun 10.090.000

Kostnaðarskiping milli Fjallabyggðar og Primex ehf er 37%/63%.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf.