Bæjarráð Fjallabyggðar

584. fundur 04. desember 2018 kl. 16:30 - 18:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Endurnýjun á samstarfssamningi við Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 1809066Vakta málsnúmer

Arnheiður Jóhannsdóttir mætti á fund bæjarráðs og fór yfir helstu þætti í starfi Markaðssotofu Norðurlands og erindi varðandi endurýjun á samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og Markaðsstofu Norðurlands.

Bæjarráð þakkar Arnheiði yfirferðina og frestar málinu til næsta fundar ráðsins.

2.Ungmennaráð 2018-2019

Málsnúmer 1811069Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála úrvinnslu málsins.

3.Gjaldskrá TÁT 2018-2019

Málsnúmer 1811075Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga að 2,9 % vísitöluhækkun á gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga skv. samstarfssamningi. En Dalvíkurbyggð hefur þegar samþykkt vísitöluhækkun á gjaldskrá Tónlistarskólans fyrir sitt leyti.

Bæjarráð samþykkir tillögu að 2,9% vísitöluhækkun á gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga skv. samningi.

4.Heimild til lokað útboðs - ný íbúð Skálarhlíð

Málsnúmer 1811045Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni bæjarstjóra þar sem óskað er heimildar til lokaðs útboðs vegna breytingar á 1. hæð í Skálarhlíð.

Eftirtöldum aðilum verður gefinn kostur á að bjóða í verkið :
Berg ehf
GJ Smiðir ehf
L-7 ehf
Trésmíði ehf

Bæjarráð heimilar lokað útboð vegna breytingar á 1.hæð í Skálarhlíð og felur deildarstjóra tæknideildar úrvinnslu málsins.

5.Sérfræðiráðgjöf við Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1811092Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála, dags. 28.11.2018 þar sem lagt er til að samið verði við Tröppu ráðgjöf um sérfræðiráðgjöf við Grunnskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Tröppu ráðgjöf vegna sérfræðiþjónustu við Grunnskóla Fjallabyggðar og vísar kostnaði kr. 2.000.000.- í viðauka nr. 16/2018 við málaflokk 04020 og lykill 4390 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

6.Staðgreiðsla tímabils - 2018

Málsnúmer 1801014Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 30. nóvember 2018 innborganir nema 989.149.792 kr. sem er 100,01% af tímabilsáætlun.

7.Skíðasvæðin í Fjallabyggð - kostnaður bæjarfélagsins

Málsnúmer 1811073Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Gunnars Smára Helgasonar f.h. Trölla.is, dags. 21.11.2018 þar sem óskað er eftir upplýsingum um kostnað bæjarfélagsins við skíðasvæðin í Fjallabyggð síðastliðin 3 ár og áætlun fram í tímann eins og hún liggur fyrir núna.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála og að taka saman upplýsingar og leggja fyrir bæjarráð.

8.Ný lögheimilislög - hlutverk sveitarfélaga

Málsnúmer 1811084Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Þjóðskrá Íslands dags. 26. nóvember sl. varðandi ný lögheimilislög sem taka gildi þann 1. janúar 2019.

9.Mín líðan - Fyrsta fjargeðheilbrigðisþjónustan á Íslandi

Málsnúmer 1811085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Tönju Dögg sálfræðingi fyrir hönd Mín líðan ehf dags. 26. nóvember sl. varðandi kynningu á minlidan.is.
Heimasíðan Mín líðan (www.minlidan.is) er komin í loftið og er fyrsta íslenska fjargeðheilbrigðisþjónustan sem starfar með leyfi frá Embætti landlæknis. Mín líðan býður upp á sálfræðimeðferð á netinu við einkennum þunglyndis og félagskvíða og er bylting í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi.

10.Ósk um styrk vegna bókar Eyfirskir fossar

Málsnúmer 1811094Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Gunnari Sigurjónssyni dags. 29. nóvember 2018 fyrir hönd Bókaútgáfunnar Hólum, þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu um náttúruperlur í kringum Eyjafjarðarsvæðið.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

11.Hrafnshóll - ósk um samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis

Málsnúmer 1811096Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Ómari Guðmundssyni fyrir hönd Hrafnshóla ehf dags. 28. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir samstarfi um uppbyggingu íbúðahúsnæðis eða annars húsnæðis sem þörf er á í sveitarfélaginu.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið en ekki eru fyrirhugaðar íbúðarbyggingar á vegum sveitarfélagsins.

12.Veraldarvinir - ósk um samstarf á árinu 2019

Málsnúmer 1811097Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Steindóri Inga Þórarinssyni f.h. Veraldravina dags. 28. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir samstarfi árið 2019 við Fjallabyggð.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.

13.Kerfisáætlun 2019 - 2028

Málsnúmer 1811098Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti hf dags. 27. nóvember 2018 varðandi undirbúning við mótun kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2019-2028, sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet kynnir þar verkefnis- og matslýsingu áætlunnarinnar, og vonar að sem flestir kynni sér matslýsinguna.
Frestur til að koma með athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 19. desember 2018.

Verkefnis- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Ábendingar og athugasemdir við verkefnis- og matslýsinguna skal senda til Landsnets á póstfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við verkefnis- og matslýsingu kerfisáætlunar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

14.Nefndasvið Alþingis - 140. mál til umsagnar. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur

Málsnúmer 1811088Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Hildar Edwald fh.nefndarsviðs Alþingis dags. 27. nóvember sl. þar sem Fjallabyggð er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólk), 140.mál.
Umsagnafrestur er til 18. desember nk.

15.Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi

Málsnúmer 1811099Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar um Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi sem haldinn var 22. nóvember sl.

16.Fundargerðir stjórnar Eyþings - 2018

Málsnúmer 1801006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 314. fundar stjórnar Eyþings sem haldinn var 23. nóvember sl.

Fundi slitið - kl. 18:20.