Endurnýjun á samstarfssamningi við Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 1809066

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur - 02.10.2018

Lagt fram erindi Markaðsstofu Norðurlands dags. 24. september sl. vegna endurnýjunar á samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og Markaðsstofu Norðurlands til næstu þriggja ára eða til ársloka 2021 en núgildandi samningur rennur út um áramót. Einnig óskar framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands Arnheiður Jóhannsdóttur eftir því að fá að koma á fund bæjarráðs til þess að kynna verkefni og starfsemi Markaðsstofnunnar.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að boða framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands á fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 04.12.2018

Arnheiður Jóhannsdóttir mætti á fund bæjarráðs og fór yfir helstu þætti í starfi Markaðssotofu Norðurlands og erindi varðandi endurýjun á samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og Markaðsstofu Norðurlands.

Bæjarráð þakkar Arnheiði yfirferðina og frestar málinu til næsta fundar ráðsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11.12.2018

Lögð fram drög að þjónustusamningi milli Markaðsstofu Norðurlands og Fjallabyggðar. Gjald fyrir þjónustu Markaðsstofu Norðurlands miðast við íbúafjölda og er kr. 500.- pr. íbúa á ári og miðast greiðsla við íbúafjölda 1. desember árið á undan. Gjaldið er óbreytt frá fyrri samningi.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samning fyrir hönd Fjallabyggðar og leggja fyrir bæjarráð. Kostnaður vegna þjónustu rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar 2019.