Bæjarráð Fjallabyggðar

714. fundur 14. október 2021 kl. 08:00 - 08:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Launayfirlit tímabils - 2021

Málsnúmer 2101006Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað vegna janúar til september.
Lagt fram

2.Ofanflóðavarnir - Stóri Boli, fyrirspurn frá íbúum

Málsnúmer 2109057Vakta málsnúmer

Lögð fram svör ofanflóðanefndar dags. 23. september 2021 og svar Veðurstofu Íslands dags. 5. september við erindum Fjallabyggðar dags. 23. september, erindi Fjallabyggðar var sent í framhaldi afgreiðslu bæjarráðs á 710. fundi ráðsins.
Staðfest
Um leið og bæjarráð þakkar svör ofanflóðanefndar og Veðurstofu þá vill ráðið beina því til ofanflóðanefndar að hraðað verði endurskoðun hættumats og af því leiðandi hugsanlegum framkvæmdum. Sveitarfélagið telur ekki ásættanlegt að áætlun Veðurstofu Íslands geri ráð fyrir því að endurskoðað hættumat verði lagt fram 2022 enda má af því draga þá ályktun að ekki verði farið í framkvæmdir fyrr en eftir nokkur ár.

3.Vatnshæð í Ólafsfjarðarvatni

Málsnúmer 2110040Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar minnisblað Vegagerðarinnar dags. 7. október 2021 er varðar mælingar á sjávarhæð í Ólafsfjarðarhöfn og vatnshæð í Ólafsfjarðarvatni. Bæjarstjóri fór yfir minnisblaðið og samskipti við Vegagerðina vegna málsins en til stendur að fjarlægja efni úr ósnum með það að markmiði að lækka yfirborðshæð í vatninu.
Framkvæmdir munu hefjast síðar í haust og verða unnar samhliða lagfæringum á sjóvörnum.
Lagt fram

4.Úrkoma á Ólafsfirði 2. - 3. október 2021

Málsnúmer 2110009Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 11. október 2021. Í minnisblaðinu fer deildarstjóri yfir helstu atriði sem upp komu dagana 2. til 4. október sl. þegar vatn flæddi inn í hús á Ólafsfirði í miklu vatnsveðri. Einnig er í minnisblaðinu farið yfir helstu aðgerðir sem ráðast þarf í svo minnka megi líkur á að viðlíka staða komi upp aftur.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar framlagt minnisblað og leggur á það áherslu að farið verði svo fljótt sem verða má í þær framkvæmdir sem þarf, einnig leggur bæjarráð ríka áherslu á að lokið verði við verkefni sem hefur verið í gangi frá 2018 og er ætlað að bæta virkni frárennsliskerfisins á Ólafsfirði.

5.Úrkoma á Siglufirði 28. september 2021

Málsnúmer 2109085Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 11. október 2021 er varðar kostnaðarmat á úrbótum á fráveitu eftir úrkomu á Siglufirði þann 28. september sl. Úrbætur fela annarsvegar í sér að leggja þrýstilögn frá dælubrunni við Gránugötu út í smábátahöfn og hinsvegar endurnýjun brunns og lagnar við gatnamót Norðurtúns og Snorragötu, áætlaður kostnaður er 5,5 millj.kr.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar framlagt minnisblað og felur tæknideild að láta framkvæma þær úrbætur sem tilgreindar eru í minnisblaðinu.

6.Tilboð í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði 2021

Málsnúmer 2110010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 11. október 2021 er varðar opnun tilboða í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar - Leikhóla Ólafsfirði 2021-2024. Fram kemur í minnisblaðinu að tvö tilboð hafi borist, annarsvegar frá Minný ehf. að fjárhæð kr. 14.996.405,- og hinsvegar frá RaBaHaMa ehf. að fjárhæð 14. 542.362,-.
Einnig kemur fram í minnisblaðinu að óskað hafi verið gagna frá bjóðendum í samræmi við innkaupareglur Fjallabyggðar og lög um opinber innkaup.
Visað til afgreiðslu starfsmanns

7.Styrkumsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2022

Málsnúmer 2109081Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa dags. 28. september 2021. Í minnisblaðinu er óskað afstöðu bæjarstjórnar til þeirra tveggja verkefna sem um ræðir, þ.e. endurbyggingar Selvíkurvita og uppbyggingar aðstöðu við Brimnes. Heildarkostnaður vegna beggja verkefna er áætlaður 40 millj.kr. og er hlutur sveitarfélagsins þar af 8,2 millj.kr.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar umsóknir og felur markaðs- og menningarfulltrúa að ljúka frágangi þeirra og senda til Uppbyggingarsjóðs ferðamannastaða. Einnig samþykkir bæjarráð að gert verði ráð fyrir 8,2 millj.kr. framlagi sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2022 með þeim fyrirvara að styrkur fáist. Einnig felur bæjarráð bæjarstjóra að undirrita áskylda viljayfirlýsingu sveitarfélagsins sem fylgja þarf umsókn.

8.Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 2110036Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 7. október 2021 ásamt fylgigögnum. Efni bréfsins er að kynna fyrir sveitarfélögum þau verkefni sem samþykkt hafa verið og leita eftir þátttöku þeirra í þeim sem og að benda þeim á að gera ráð fyrir framlögum vegna þeirra og grunnframlags í fjárhagsáætlun 2022. Samkvæmt erindinu nemur kostnaður Fjallabyggðar á komandi ári kr. 1.382.707 sem er annarsvegar vegna áður samþykktrar þátttöku kr. 462.107 og hinsvegar þátttöku í þeim verkefnum sem kynnt eru í erindinu kr. 920.600.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar erindið og tekur jákvætt í þau verkefni sem þar er lýst enda um þarft mál að ræða og mikilvægt. Einnig samþykkir bæjarráð að leggja til við bæjarstjórn að kostnaði vegna verkefnisins verði fundinn staður í fjárhagsáætlun 2022.

9.Umsóknir um stofnframlög ríkisins.

Málsnúmer 2110015Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dags. 4. október 2021, efni póstsins er að kynna fyrir sveitarfélögum að opnað hafi verið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins.
Lagt fram

10.Leiðbeiningar um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar

Málsnúmer 2109005Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 4. október 2021. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið hafi á grundvelli 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 gefið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku sveitarstjórnarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Einnig eru lagðar fram leiðréttar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um fjarfundi sveitarstjórna.
Staðfest
Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að kynna leiðréttar leiðbeiningar fyrir þeim sem koma að stjórn funda og ritun fundargerða.

11.Húsnæðisáætlunum skilað rafrænt og á stöðluðu formi frá og með 2022.

Málsnúmer 2110023Vakta málsnúmer

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hyggst hefja samstarf með sveitarfélögunum í átt að breyttu verklagi þar sem stefnt er að því að árið 2023 verði allar húsnæðisáætlanir orðnar stafrænar en sveitarfélögin verða hvött til þess að skila inn húsnæðisáætlun fyrir árið 2022 stafrænt.

12.Fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2021

Málsnúmer 2102020Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) dags. 5. október 2021. Efni tölvupóstsins er að kynna fyrir sveitarfélögum þá fyrirhuguðu breytingu að frá og með 2022 verði húsnæðisáætlunum skilað á samræmdu stafrænu formi. Einnig kemur fram í póstinum að HMS hyggst hefja samstarf með sveitarfélögunum í átt að breyttu verklagi þar sem stefnt er að því að árið 2023 verði allar húsnæðisáætlanir orðnar stafrænar en sveitarfélögin verða hvött til þess að skila inn húsnæðisáætlun fyrir árið 2022 stafrænt.
Lagt fram

13.Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088 - 2012 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Málsnúmer 2110035Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 6. október 2021. Efni bréfsins er að kynna drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála um fyrirhugaða breytingu og áhrif hennar á framlög sjóðsins til Fjallabyggðar.

14.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2021.

Málsnúmer 2104081Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðstofu Norðurlands dags. 28. september 2021.
Lagt fram

15.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2021

Málsnúmer 2101049Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 23., 24., 25., 26., 27., 28. og 29. funda stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE).
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 08:55.