Tilboð í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði 2021

Málsnúmer 2110010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 714. fundur - 14.10.2021

Lagt fram til kynningar minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 11. október 2021 er varðar opnun tilboða í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar - Leikhóla Ólafsfirði 2021-2024. Fram kemur í minnisblaðinu að tvö tilboð hafi borist, annarsvegar frá Minný ehf. að fjárhæð kr. 14.996.405,- og hinsvegar frá RaBaHaMa ehf. að fjárhæð 14. 542.362,-.
Einnig kemur fram í minnisblaðinu að óskað hafi verið gagna frá bjóðendum í samræmi við innkaupareglur Fjallabyggðar og lög um opinber innkaup.
Visað til afgreiðslu starfsmanns

Bæjarráð Fjallabyggðar - 716. fundur - 28.10.2021

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 26. október 2021. Í minnisblaðinu leggur deildarstjóri til við bæjarráð að öllum tilboðum sem bárust í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhóla 2021-2024, sem opnuð voru þann 11. október sl., og kynnt á fundi bæjarráðs þann 14. október sl., verði hafnað og útboð í verkið auglýst að nýju. Tillaga um höfnun tilboða byggir á því að í ljós hefur komið að ágalli var á framkvæmd útboðsins. Fyrir liggur að virði umrædds ræstingarsamnings, með mögulegri framlengingu um tvö ár, er mun meira en viðmiðunarfjárhæð útboðsskyldu samkvæmt ákvæðum laga um opinber innkaup og bar því að auglýsa útboðið á landsvísu á útboðsvef, samanber ákvæði reglugerðar nr. 1313/2020.
Einnig er lagt fram minnisblað lögmanns sveitarfélagsins dags. 25. október.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að hafna öllum tilboðum í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhóla. Einnig samþykkir bæjarráð að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að hefja undirbúning nýs útboðs vegna ræstinga í leikskólum Fjallabyggðar á þeim forsendum sem fram koma í framlögðu minnisblaði.