Húsnæðisáætlunum skilað rafrænt og á stöðluðu formi frá og með 2022.

Málsnúmer 2110023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 714. fundur - 14.10.2021

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hyggst hefja samstarf með sveitarfélögunum í átt að breyttu verklagi þar sem stefnt er að því að árið 2023 verði allar húsnæðisáætlanir orðnar stafrænar en sveitarfélögin verða hvött til þess að skila inn húsnæðisáætlun fyrir árið 2022 stafrænt.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 134. fundur - 29.10.2021

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú innleitt stafræna lausn á vinnu við húsnæðisáætlanir sveitarélaga.
Hlutverk húsnæðisáætlana sveitarfélaga er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætli að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma.