Leiðbeiningar um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar

Málsnúmer 2109005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 708. fundur - 09.09.2021

Lagt fram til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags 1. september 2021. Efni bréfsins er að kynna breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að kynna efni bréfsins fyrir kjörnum fulltrúum, nefndarfólki og starfsfólki sem kemur að ritun fundargerða, undirbúningi og frágangi funda.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 714. fundur - 14.10.2021

Lögð er fram til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 4. október 2021. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið hafi á grundvelli 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 gefið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku sveitarstjórnarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Einnig eru lagðar fram leiðréttar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um fjarfundi sveitarstjórna.
Staðfest
Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að kynna leiðréttar leiðbeiningar fyrir þeim sem koma að stjórn funda og ritun fundargerða.