Bæjarráð Fjallabyggðar

903. fundur 06. janúar 2026 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Málefni Leyningsáss ses

Málsnúmer 2402023Vakta málsnúmer

Kröfulýsingaferli er nú lokið og komu tvær kröfur til skilanefndar, annars vegar lítilsháttar fjárkrafa sem Leyningsás ses hefur þegar greitt og svo samningur um afnotarétt af golfvellinum á Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að Fjallabyggð yfirtaki eignir, skuldbindingar og réttindi skv. gildandi samningum sem fram koma í uppgjöri skilanefndar í samræmi við samþykktir Leyningsáss frá 20.maí 2012. Bæjarráð felur bæjarstjóra að loka málinu í samráði við skilanefnd.

2.Fundadagatal 2026

Málsnúmer 2512040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fundadagatali nefnda, stjórna og ráða á vegum Fjallabyggðar fyrir árið 2026.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fundadagatali fyrir árið 2026 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Ósk um þátttöku Fjallabyggðar í tónlistarnámi utan lögheimilis sveitarfélags

Málsnúmer 2512042Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri þar sem óskað er eftir að Fjallabyggð greiði kennslukostnað vegna tónlistarnáms nemanda með lögheimili í Fjallabyggð.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir, í samræmi við reglur Fjallabyggðar um skólavist í tónlistarskólum utan sveitarfélagsins, að verða við beiðninni um greiðslu kennslukostnaðar á vorönn 2026.

4.Beiðni um styrk frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar vegna aðstöðuleysis.

Málsnúmer 2410124Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá KF þar sem óskað er eftir styrk til að greiða kostnað vegna vallarleigu utan sveitarfélagsins. Afrit af reikningi vegna vallarleigu fylgir beiðninni, samtals að upphæð kr. 1.080.000.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að styrkja KF um kr. 1.080.000 til þess að mæta kostnaði vegna vallarleigu fyrir æfingar og keppni utan Fjallabyggðar á árinu 2025.

5.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2025 - 2026

Málsnúmer 2512039Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið hefur tilkynnt um úthlutun á 118 tonnum af byggðakvóta til Fjallabyggðar af alls 3.465 þorskígildistonnum til ráðstöfunar til byggðarlaga víðs vegar um landið fyrir fiskveiðiárið 2025-2026 en auk þess eru eftirstöðvar af úthlutun fyrra árs sem kemur til ráðstöfunar á yfirstandandi fiskveiðiári. Samtals til ráðstöfunar eru því um 248 tonn fyrir fiskveiðiárið, 224,5 tonn til Siglufjarðar og 23,5 tonn til Ólafsfjarðar. Fjallabyggð er gefinn frestur til 19.janúar n.k. til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur úthlutunar í sveitarfélaginu.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fyrir bæjarstjórn drög að reglum um byggðakvóta fyrir Fjallabyggð þar sem haft verði að leiðarljósi hámarksnýting byggðakvótans. Bæjarráð telur mikilvægt að óska áfram eftir auknum sveigjanleika vegna vinnsluskyldu fyrir Fjallabyggð og að heimilt verði að landa afla úr byggðakvóta á fiskmarkað.

6.Lög um lagareldi

Málsnúmer 2512041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsögn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um áform um frumvarp til laga um lagareldi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

7.Rekstraráætlun Almannavarnanefndar 2026

Málsnúmer 2512044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur rekstraráætlun Almannavarnarnefndar fyrir árið 2026
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:00.