Bæjarráð Fjallabyggðar

877. fundur 30. maí 2025 kl. 12:15 - 13:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Þorgeir Bjarnason varafulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka á dagskrá fundarins kerfisáætlun Landsnets og drög að umsögn SSNE.

1.Endurbætur á sundlaug Siglufjarðar

Málsnúmer 2502037Vakta málsnúmer

Tilboð í endurbætur á þaki sundlaugarinnar á Siglufirði voru opnuð þriðjudaginn 27.maí. Eitt tilboð barst í verkið og kom það frá K16 ehf. að upphæð kr. 156.541.600 en kostnaðaráætlun verksins er kr. 129.594.815. Tilboðið er því um 21% yfir kostnaðaráætlun. Jafnframt liggur fyrir tillaga að tilfærslu innan áætlaðra framkvæmda við sundlaugina.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði K16 í verkið að upphæð kr. 156.541.600. Jafnframt samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi tillögu að tilfærslu á framkvæmdaáætlun til þess að mæta auknum kostnaði umfram upphaflega áætlun. Tilfærslan er innan framkvæmdaáætlunar við sundlaug og hefur því ekki áhrif á aðrar framkvæmdir.

2.Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda vegna Tjarnargötu 8,Siglufirði

Málsnúmer 2505043Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Herhúsfélaginu um niðurfellingu fasteignagjalda af húseigninni Tjarnargötu 8 á Siglufirði, Gránufélagshússins, í ljósi þröngrar stöðu Herhússfélagsins. Ætlunin er að endurbyggja húsið og liggja fyrir teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fella niður gjöld af eigninni fyrir árið 2025 í samræmi við gildandi reglur Fjallabyggðar um niðurfellingu eða lækkun fasteignagjalda. Bæjarráð minnir jafnframt á að slíkar beiðnir skulu berast við gerð fjárhagsáætlunar og samkvæmt auglýsingu þess efnis.

3.Víkingurinn 2025

Málsnúmer 2503017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá félagi kraftamanna þar sem tilkynnt er að Víkingurinn 2025 fari fram í Árneshreppi, Reykhólahreppi, Súðarvíkurhreppi og Þingeyri en þess óskað að sé áhugi fyrir að taka þátt í Víkingnum 2026 verði það staðfest af Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Víkingsins og lýsa yfir áhuga á að Víkingurinn 2026 fari fram í Fjallabyggð.

4.Málefni Leyningsáss ses

Málsnúmer 2402023Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri greindi frá því að unnið er að því að klára ýmis mál er varða fyrirhuguð slit á sjálfseignastofnuninni Leyningsáss. Áfram verður unnið með málið í samráði við stjórn stofnunarinnar og bæjarráð upplýst um framgang.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

5.Staðsetning nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði.

Málsnúmer 2406040Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri greindi frá fundi er haldinn var með sóknarnefnd Ólafsfjarðar. Starfsmenn framkvæmda - og skipulagssviðs munu óska upplýsinga frá hönnuði um kostnað vegna hönnunar á fyrsta áfanga nýs kirkjugarðs auk þess að vinna að innköllun hluta lóðar. Áætlað er að funda aftur með sóknarnefnd þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggja vinnuskjöl stöðufunda 20 og 21.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

7.Kerfisáætlun 2020-2029

Málsnúmer 1911066Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að umsögn SSNE vegna kerfisáætlunar Landsnets.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð tekur undir umsögn SSNE vegna kerfisáætlun Landsnets 2025-2034.

8.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Fundargerð 152. fundur Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 13:15.