Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

325. fundur 20. ágúst 2025 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir varam.
  • Þorgeir Bjarnason aðalm.
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Gísli Davíð Sævarsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Davíð Sævarsson Sviðsstjóri tæknisviðs

1.Deiliskipulag - Leirutangi

Málsnúmer 2107019Vakta málsnúmer

Deiliskipulag á Leirutanga lagt fyrir að nýju að beiðni Bás ehf.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin stendur við fyrri afstöðu sína um að starfsemi Báss ehf. á Leirutanga verði fest í sessi á svæði, að beiðni fyrirtækisins. Hugmyndir fyrirtækisins um afmörkun athafnasvæðis með mönum og gróðri falla vel að fyrri stefnu bæjarstjórnar um þróun svæðisins. Nefndin óskar eftir afstöðu bæjarstjórnar til hvort að:
1) Beiðni Bás ehf. verði hafnað.
2) Skipulagsferlið verði hafið að nýju, með auglýsingu skipulagslýsingar og samhliða breytingu á aðalskipulagi.
3) Skipulagstillaga Báss ehf. verði tekin inn í heildarendurskoðun deiliskipulags svæðisins með samhliða breytingum á aðalskipulagi, ef þörf krefur.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Lindargata 9 - Flokkur 2

Málsnúmer 2507006Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til að skipta upp húseign að Lindargötu 9, 580 Siglufirði ásamt fylgigögnum.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Grundargata 7A - Flokkur 2

Málsnúmer 2506045Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarheimild fyrir breytingum að innan á Grundargötu 7A, 580 Siglufirði ásamt fylgigögnum.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Garður 2A - Flokkur 1,

Málsnúmer 2309080Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um viðbyggingu að Garði 2A, 626 Ólafsfirði ásamt fylgigögnum.
Samþykkt
Nefndin samþykkir byggingaráformin og mun byggingarfulltrúi gefa út byggingarleyfi þegar skilyrði 2.4.4.gr. byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.

5.Aðalgata 14 Ólafsfirði - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2312008Vakta málsnúmer

Erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar framkomnar athugasemdir. Nefndin telur framkvæmdina standast skipulag miðsvæðis og þær væntingar sem nefndin hefur til gæði uppbyggingar á svæðinu. Nefndin stendur því við fyrri samþykkt byggingarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.

6.Lindargata 20B - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 2508027Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning um framkvæmdir að Lindargötu 20B ásamt fylgigögnum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Breytingar á ytra byrgði húsa krefjast samþykkis nágranna. Nefndin felur framkvæmdasviði að grenndarkynna erindið aðliggjandi lóðum.

7.Bragabót - stofnun lóðar

Málsnúmer 2508019Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir stofnun lóðar úr jörðinni Hlíð samkv. meðfylgjandi merkjalýsingu.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Hólkot 13 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2507051Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Hólkots 13. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins
Samþykkt
Erindi samþykkt.

9.Strandgata 21 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2507050Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Strandgötu 21. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins
Samþykkt
Erindi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:00.