Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

273. fundur 02. september 2021 kl. 16:30 - 18:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa - vegna JE Vélaverkstæðis

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Lagðar fram athugasemdir sem bárust vegna grenndarkynningar á fyrirspurn JE vélaverkstæðis um nýbyggingu við Gránugötu 13.
Nefndin þakkar fyrir athugasemdir umsagnaraðila og felur tæknideild að vinna úr þeim og kalla nefndina til fundar þegar úrvinnsla þeirra liggur fyrir.

2.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2102035Vakta málsnúmer

Lagðar fram athugasemdir og umsagnir vegna deiliskipulags hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði.
Nefndin þakkar fyrir innsendar umsagnir og athugasemdir og felur tæknideild að breyta uppdrætti í samræmi við ákvörðun nefndarinnar á fundinum og leggja fyrir næsta fund.

3.Tilkynningarskyld framkvæmd skv. gr. 2.3.5

Málsnúmer 2108010Vakta málsnúmer

Gunnlaugur J. Magnússon sækir um leyfi til útlitsbreytinga á húsnæði Raftækjavinnustofunnar við Hafnargötu 1, Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

4.Bílskýli - óskað eftir leyfi.

Málsnúmer 2108041Vakta málsnúmer

Jón Hrólfur Baldursson sækir um leyfi til byggingar bílskýlis við Hvanneyrarbraut 69.
Nefndin felur tæknideild að fá nánari skýringar á stærð bílskýlisins.

5.Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - umsögn vegna vinnslutillögu

Málsnúmer 2008023Vakta málsnúmer

Frestur til að veita umsögn vegna tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 er til 13. september 2021.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi.

6.Ábending vegna umhverfismála í Ólafsfirði

Málsnúmer 2108024Vakta málsnúmer

Lagðar fram ábendingar sem hafa borist Fjallabyggð í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins.
Nefndin þakkar fyrir ábendingarnar og felur tæknideild að fylgja þeim eftir í samvinnu við heilbrigðiseftirlitið.
Helgi Jóhannsson leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er mjög mikilvægt að íbúar í Fjallabyggð komi með ábendingar um það sem betur má fara í okkar nærumhverfi og ber að þakka fyrir það. Það sem er verra er að oft eru þetta sömu ábendingar ár eftir ár og aðallega er verið að ræða um Ólafsfjörð. Farið var í átak í þessum efnum í fyrra og náðist þó nokkur árangur. En þetta eiga ekki að vera átaksverkefni, heldur þarf að huga að umhverfismálum alltaf og bregðast við um leið ef tilefni er til. H-listinn hefur rætt það allt þetta kjörtímabil að þörf sé á því að ráða umhverfisfulltrúa til Fjallabyggðar, það væri gott skref í því að taka myndarlega og skipulega á þessum málaflokki.

7.Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 2108031Vakta málsnúmer

Eyþór Eyjólfsson f.h. Napval sækir um framkvæmdaleyfi til skógræktar á 55,6 hektara svæði í landi lögbýlisins Karlstaða á Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

8.Hólkot 1 - Graftarleyfi

Málsnúmer 2108039Vakta málsnúmer

Hafþór Helgason sækir um heimild til þess að hefja jarðvegsframkvæmdir vegna fyrirhugaðrar byggingar á sumarhúsi við lóðina Hólkot 1 í Hólkoti.
Erindi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:45.