Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

256. fundur 15. júlí 2020 kl. 16:30 - 17:50 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Umsókn um byggingarleyfi - Skógarstígur 2

Málsnúmer 1902047Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála um tilfærslu á byggingarreit að Skógarstíg 2.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn um hliðrun byggingarreits-Skógarstíg 2 Siglufirði

Málsnúmer 1905037Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi Atla Jónssonar dagsett 15. maí 2019. Óskað er eftir leyfi til að hliðra byggingarreit á Skógarstíg 2 um 10 metra til austurs skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Nefndin felur tæknideild að breyta deiliskipulagi Saurbæjaráss og auglýsa.

3.Ósk um tilfærslu á ljósastaur

Málsnúmer 2007014Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 7. júlí 2020 óska þau Brynhildur Baldursdóttir, Jóhann Ottesen og Vilmundur Ægir Eðvarðsson, eigendur hússins að Hvanneyrarbraut 46, eftir því að ljósastaur sem staðsettur er framan við hús þeirra verði færður til vegna slysahættu.
Nefndin felur tæknideild að koma erindinu áfram til Vegagerðarinnar sem á ljósastaura við þjóðvegi í þéttbýi.

4.Strandgata 22 - Stækkun á lóð og klæðning á húsi

Málsnúmer 2007009Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 3. júlí 2020 óskar Árni Helgason eftir leyfi til þess að klæða húsið að Strandgötu 22 á Ólafsfirði með trapisujárni. Einnig óskar hann eftir stækkun á lóðinni að Strandgötu 22 til norðurs og vesturs.
Nefndin samþykkir umbeðna stækkun á lóðinni að Strandgötu 22 og einnig að húsið verði klætt með trapisujárni. Einnig samþykkir nefndin að klætt sé fyrir glugga á húsinu.

5.Ólafsvegur 10, breytt notkun.

Málsnúmer 2007018Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 9. júlí 2020 óskar Rósa Jónsdóttir fyrir hönd Siro ehf. eftir því að fá að breyta notkun húsnæðisins að Ólafsvegi 10 úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Erindi samþykkt.

6.Vesturtangi 18 - skil á lóð

Málsnúmer 2006045Vakta málsnúmer

Með bréfi, dagsettu 18. maí 2020, óskar Örn Franzson fyrir hönd Olíuverzlunar Íslands ehf. eftir því að fá að skila inn lóðinni að Vesturtanga 18 á Siglufirði.
Erindi samþykkt.

7.Umferðaröryggi

Málsnúmer 2005032Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Björns Valdimarssonar varðandi hámarkshraða í húsagötum/íbúagötum í Fjallabyggð, dags. 17.05.2020
Bæjarráð samþykkti á 653. fundi sínum þann 26. maí sl. að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þar sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 20.05.2020 að fela nefndinni að endurskoða ákvörðun sína um hámarkshraða í íbúagötum.
Nefndin samþykkir að hámarksumferðarhraði verði 30 km í íbúðagötum og leggur til við Vegagerðina að 40 km hámarksumferðarhraði verði á þjóðvegum í þéttbýli. Nefndin bendir á að í vinnslu er samkomulag við Vegagerðina um gerð deiliskipulags fyrir þjóðvegi í þéttbýli í Fjallabyggð og þar verður tekið á umferðaröryggismálum.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Helgi Jóhannsson greiðir atkvæði á móti því að umferðarhraði í íbúagötum verði lækkaður í 30 km.

8.Umhverfi smábátahafnar við Vesturtanga

Málsnúmer 2007019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Helga Jóhannssyni frá 10. júlí 2020 þar sem hann bendir á að umhverfi smábátahafnarinnar á Vesturtanga sé afar bágborið og að illa sé gengið um svæðið af verktökum sem þrífa vinnuvélar á hafnarkantinum.
Nefndin felur tæknideild að fegra umhverfi smábátahafnarinnar við Vesturtanga og benda verktökum á að óheimilt er að skola af vinnuvélum á svæðinu.

9.Fyrirspurn vegna svala að Aðalgötu 14

Málsnúmer 2007021Vakta málsnúmer

Með erindi, dagsettu 9. júlí 2020, óskar Sindri Ólafsson eigandi Aðalgötu 16 á Siglufirði eftir staðfestingu tæknideildar á því hvort svalir sem byggðar voru við húsið að Aðalgötu 14 árið 2004 séu byggðar með samþykki byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
Nefndin felur tæknideild að svara erindinu.

10.Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr

Málsnúmer 2007024Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 13. júlí 2020 óskar Sigurjón Magnússon eftir byggingarleyfi fyrir bílskúr að Brimnesi í Ólafsfirði.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að kalla eftir teikningum og öðrum gögnum.

11.Breytingar á ósi Ólafsfjarðarár

Málsnúmer 2007023Vakta málsnúmer

Lagðar fram loftmyndir sem sýna þá breytingu sem orðið hefur á ósi Ólafsfjarðarár og hækkun á vatnsborði í kjölfarið.
Nefndin fór yfir loftmyndir sem lagðar voru fram á fundinum og ræddi þá hækkun vatnsyfirborðs sem hefur átt sér stað undanfarin ár í vorleysingum.
Nefndin samþykkir að fela bæjarstjóra og tæknideild að ræða við Vegagerðina um það ástand sem er í dag. Breytingar hafa orðið á stöðu yfirborðsvatns í Ólafsjarðarvatni á þann veg að hætta er á að flæði inn í fasteignir við vatnið og að fuglavarp eyðileggist.

Fundi slitið - kl. 17:50.