Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

240. fundur 21. maí 2019 kl. 16:30 - 17:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Rósa Jónsdóttir varamaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir véku af fundi eftir dagskrárlið nr.6.

1.Umsókn um leyfi til útlitsbreytinga á gámi

Málsnúmer 1904087Vakta málsnúmer

Gestur Hansson mætti á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir framtíðaráformum Top Mountaineering.
Erindi svarað
Nefndin hafnar umsókn um útlitsbreytingar á gámi en samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir annan gám sunnan við Norðurtanga. Staðsetning og frágangur skal vera í samráði við tæknideild.

2.Umsókn um hliðrun byggingarreits-Skógarstíg 2 Siglufirði

Málsnúmer 1905037Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Atla Jónssonar dagsett 15. maí 2019. Óskað er eftir leyfi til að hliðra byggingarreit á Skógarstíg 2 um 10 metra til austurs skv. meðfylgjandi uppdrætti. Einnig óskað eftir heimild til að hefja gröft á lóðinni.
Samþykkt
Með vísun í 5.8.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er erindið samþykkt.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Hvanneyrarbraut 28 Siglufirði

Málsnúmer 1905040Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigríðar Ólafsdóttur arkitekts, fyrir hönd eigenda Hvanneyrarbrautar 28, dagsett 16. maí 2019. Sótt er um leyfi fyrir endurnýjun, breytingum og viðbyggingu við núverandi hús. Einnig lagðir fram aðaluppdrættir eftir Sigríði Ólafsdóttur.
Vísað til umsagnar
Nefndin samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt nágrönnum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Umsókn um byggingarleyfi - útlitsbreytingar á Grundargötu 6 Siglufirði

Málsnúmer 1904088Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Péturs Garðarssonar dagsett 28. apríl 2019. Sótt er um leyfi til að breyta framhlið á skúr sem er áfastur norðurhlið Grundargötu 6 til svipaðs forms og hún var fyrir 1983 skv. meðfylgjandi teikningu. Einnig lagt fram álit Minjastofnunar Íslands dagsett 2. maí 2019, vegna aldurs hússins.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

5.Staðsetning eldsneytistanks þyrluþjónustu Viking Heliskiing

Málsnúmer 1905007Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra dagsett 3. maí 2019 þar sem óskað er eftir afstöðu nefndarinnar til framtíðar staðsetningar eldsneytistanks þyrluþjónustunnar Viking Heliskiing.
Erindi svarað
Nefndin vísar til fyrri afstöðu um að heppilegri staðsetning fyrir eldsneytistank sé á flugvallarsvæðinu.

6.Samningur við Skógræktarfélag Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1905014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags. 08.05.2019 þar sem lögð eru fram drög að samningi um land norðan Brimnesár að Hlíð undir uppgræðslu landgræðsluskógs í Ólafsfirði. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar og úrvinnslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Afgreiðslu frestað
Erindi frestað. Óskað eftir umsögn tæknideildar.

7.Umsókn um stækkun lóðar - Túngata 38 Siglufirði

Málsnúmer 1905047Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi húseigenda Túngötu 38 þar sem óskað er eftir stækkun lóðarinnar um þrjá metra til suðurs skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Samþykkt
Nefndin samþykkir umbeðna stækkun til suðurs og felur tæknideild að ganga frá nýjum lóðarleigusamning og lóðarblaði í samræmi við það.

8.Eftirlitsskýrslur heilbrigðiseftirlitsins 2019

Málsnúmer 1904090Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla vegna Norlandia dagsett 14. maí 2019.

Fundi slitið - kl. 17:50.