Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

263. fundur 06. janúar 2021 kl. 16:30 - 17:55 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Umsókn um lóð undir smáhýsi

Málsnúmer 2009001Vakta málsnúmer

Á 258. fundi nefndarinnar, þann 4. September 2020, var tekin fyrir umsókn Vernharðar Skarphéðinssonar um lóð undir smáhýsabyggð í Skarðsdal. Nefndin tók jákvætt í erindið en óskaði eftir frekari upplýsingum.
Nú liggja fyrir meiri upplýsingar um fyrirhugaða smáhýsabyggð auk umsóknar umsækjanda um heimild til deiliskipulagsgerðar.
Nefndin heimilar umsækjanda að láta vinna deiliskipulag fyrir svæðið en bendir á að ekki sé til hættumat m.t.t. ofanflóða af svæðinu.

2.Umsókn um hliðrun byggingarreits-Skógarstíg 2 Siglufirði

Málsnúmer 1905037Vakta málsnúmer

Á 257. fundi nefndarinnar þann 26. ágúst sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Saurbæjarás.
Á 259. fundi þann 14. október sl. fór nefndin yfir þær tvær athugasemdir sem bárust og fól tæknideild að vinna drög að svörum við þeim.
Lögð fram svör byggingarfulltrúa við þeim athugasemdum sem bárust. Skipulags- og umhvefisnefnd samþykkir framlögð svör og leggur til við bæjarstjórn að tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags frístundabyggðarinnar að Saurbæjarási verð samþykkt og auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

3.Snjóflóðavarnir á Siglufirði - 4. áfangi.

Málsnúmer 2012044Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 22. desmber 2020 óskar Sigurður Hlöðversson, fyrir hönd Framkvæmdasýslu ríkisins, eftir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu varnarvirkja við 4. áfanga stoðvirkja í Hafnarfjalli, Siglufirði.
Með umsókninni fylgir uppdráttur af fyrirhuguðum staðsetningum varnarvirkjanna.
Erindi samþykkt.

4.Ósk um tímabundna breytingu á Aðalgötu 26 á Siglufirði

Málsnúmer 2011054Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 12. nóvember 2020 óskar Jakob Örn Kárason fyrir hönd Aðalbakarans ehf. eftir leyfi fyrir tímabundnum breytingum á Aðalgötu 26 á Siglufirði. Breytingarnar felast í að sett verði upp afgreiðslulúga á austurhlið hússins. Meðfylgjandi eru teikningar af fyrirhuguðum breytingum.
Nefndin samþykkir erindið og gefur leyfi til eins árs fyrir afgreiðslulúgu fyrir gangandi vegfarendur.

5.Ósk um nýjan lóðarleigusamning og sameiningu lóða að Suðurgötu 2 og 4

Málsnúmer 2012006Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 1. desember 2020 óskar Konráð Karl Baldvinsson fyrir hönd Selvíkur ehf. eftir því að lóðirnar að Suðurgötu 2 og 4 á Siglufirði verði sameinaðar og lóðarleigusamningur endurnýjaður.
Erindi samþykkt.

6.Lóðarleigusamningur fyrir Lækjargötu 6c á Siglufirði

Málsnúmer 2101009Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur og lóðarblað fyrir Lækjargötu 6c á Siglufirði.
Nefndin samþykkir framlagðan lóðarleigusamning.

7.Bakkabyggð 8 lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2012025Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur ásamt lóðarblaði fyrir Bakkabyggð 8 í Ólafsfirði.
Nefndin samþykkir framlagðan lóðarleigusamning.

8.Laugarvegur 18 - Ósk um breytingu á skráningu húsnæðis

Málsnúmer 2012026Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dags. 7. desember 2020 óskar Sigurlína Káradóttir eftir því að húsnæði hennar að Laugarvegi 18 á Siglufirði verði allt skráð sem íbúðarhúsnæði, en í dag er það skráð sem atvinnuhúsnæði að hluta.
Erindi samþykkt.

9.Umsókn um beitarhólf

Málsnúmer 2011058Vakta málsnúmer

Lagt fyrir bréf frá Haraldi Björnssyni, dagsett 30. nóvember 2020, þar sem hann óskar eftir stækkun á beitarhólfum vegna fjárfjölda.
Einnig óskar hann eftir því að brunahani verði staðsettur við fjárhúsahverfi sem búið er að skipuleggja.
Nefndin hafnar ósk umsækjanda um beitarhólf en felur tæknideild að koma upp brunahana við Lambafen.

10.Umsögn um drög að viðbótum við landsskipulagsstefnu 2015-2026

Málsnúmer 2101008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ósk frá Skipulagsstofnun dagsett 13. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt umhverfismati.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundadagatöl 2021

Málsnúmer 2011044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundaplan ársins 2021 hjá nefndum Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:55.