Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

259. fundur 14. október 2020 kl. 16:30 - 17:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi

1.Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamning fyrir Suðurgötu 91

Málsnúmer 2010002Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 30 september 2020 óska eigendur Suðurgötu 91 á Siglufirði eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

2.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Eyrargata 27

Málsnúmer 2010009Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 5. október 2020 óskar Kristjan E. Hjartarson fyrir hönd eigenda Eyrargötu 27 á Siglufirði eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

3.Skemmdir á hleðslum við lóðamörk í Aðalgötu í Ólafsfirði

Málsnúmer 2009066Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 28. september 2020, ítreka þau Anton Konráðsson, Greta Ólafsdóttir, Rögnvaldur Ingólfsson og G. Jörgína Ólafsdóttir fyrri ábendingu um að skemmdir sem urðu á hleðslum við lóðamörk þeirra við snjómaokstur verði lagfærðar. Meðfylgjandi eru myndir af skemmdunum.
Nefndin þakkar ábendinguna og felur tæknideild að biðja snjómokstursverktaka að lagfæra umræddar skemmdir.

4.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 2010019Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 8. október 2020 óskar Ólöf Gréta Hansdóttir eftir stöðuleyfi fyrir 20 feta gám við Öldubrjót á Siglufirði.
Erindi samþykkt.

5.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 2010020Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 8. október óskar Birkir Ingi Símonarson eftir stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á gámasvæði við Öldubrjót á Siglufirði.
Erindi samþykkt.

6.Umsókn um lóð - Grundargata 22

Málsnúmer 2009048Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 18. September 2020 óska þeir Magnús Tómasson og Örvar Tómasson fyrir hönd Fjallataks ehf. eftir lóðinni að Grundargötu 22 á Siglufirði.
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um breytingu á deiliskipulagi við Eyrarflöt á Siglufirði

Málsnúmer 2009051Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 22. September 2020 óska þau Magnús Tómasson og Guðrún Linda Rafnsdóttir, eigendur Eyrarflatar 4 á Siglufirði, eftir heimild til þess að láta vinna breytingu á deiliskipulagi Eyrarflatar svo hægt sé að koma bílskúr fyrir á lóð þeirra.
Erindi frestað.

8.Kirkjuvegur 9 - leyfi til klæðningar á húsi

Málsnúmer 2009042Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 16. September 2020 óskar Steinunn Gylfadóttir eftir leyfi til þess að láta klæða efri hæð og ris að Kirkjuvegi 9 í Ólafsfirði með bárujárni.
Erindi samþykkt.

9.Hraðatakmarkanir samkvæmt nýjum umferðarlögum

Málsnúmer 2001025Vakta málsnúmer

Til umræðu tillögur þjónustudeildar Vegagerðarinnar um breytingu á umferðarhraða á þjóðvegum í þéttbýli í Fjallabyggð.
Nefndin leggur til að tillaga B verði notuð við framkvæmd á lækkun hámarkshraða.

10.Umsókn um hliðrun byggingarreits-Skógarstíg 2 Siglufirði

Málsnúmer 1905037Vakta málsnúmer

Á 257. fundi nefndarinnar þann 26. ágúst sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Saurbæjarás þar sem byggingarreit fyrir Skógarstíg 2 er hliðrað til um 10 metra. Grenndarkynning á deiliskipulagsbreytingunni hefur farið fram skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að gera athugasemdir við breytinguna var til 5. október sl. Tvær athugasemdir bárust.
Nefndin fór yfir framkomnar athugasemdir og felur tæknideild að vinna drög að svörum við þeim og leggi fyrir næsta fund nefndarinnar.

11.Leyfi til niðurrifs á frístundahúsi í landi Hringverskots

Málsnúmer 2009068Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 28. September 2020 óskar Ásgrímur Pálmason eftir leyfi til þess að fá að rífa frístundahús í Hringverskoti F225-0955.
Erindi samþykkt.

12.Umsókn um lóð fyrir frístundahús

Málsnúmer 2010023Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 8. október 2020 óskar Liviu Costea eftir frístundalóð að Saurbæjarási, lóð 3 á Svæði II við Ráeyrarveg.
Erindi samþykkt.

13.Umsókn umstöðuleyfi fyrir þrjá gáma

Málsnúmer 2010029Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 11. október 2020 óskar Sigurjon Magnússon eftir stöðuleyfi fyrir þrjá 40 feta gáma að Brimnesi í Ólafsfirði. Meðfylgjandi eru teikningar af gámunum auk afstöðumyndar.
Erindi samþykkt.

14.Umsókn um leyfi til klæðningar á húsi - Ægisbyggð 10b

Málsnúmer 2010015Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 6. október óskar Jón Valgeir Baldursson fyrir hönd JVB-pípulagna ehf eftir leyfi til þess að láta klæða húsið að Ægisbyggð 10 b í Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

15.Ákall - Björgum Siglunesi

Málsnúmer 2010012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Átakshóps til varnar áframhaldandi landbroti á Siglunesi við Siglufjörð, dags. 5. október þar sem fram kemur nauðsyn þess að gerður verið varnargarður norðan nessins með stálþili og björgum úr nærliggjandi fjöllum.
Nefndin tekur undir áhyggjur átakshópsins af landbroti á Siglunesi og þeim breytingum sem það gæti haft í för mér sér á sjólag og öldugang í Siglufirði. Einnig er tekið undir áhyggjur af þeim menningarverðmætum sem þar eru í hættu vegna landbrots.

Nefndin leggur til að sveitarfélagið, í samvinnu við landeigendur, sæki um framlag til sjóvarna vegna landbrots til Vegagerðarinnar. Þar sem Fjallabyggð er ekki landeigandi á Siglunesi er það álit nefndarinnar að ekki eigi að falla kostnaður á sveitarfélagið vegna framkvæmdarinnar.

16.Umsókn um leyfi fyrir smáhýsi

Málsnúmer 2010038Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 13. október 2020 óskar Þorsteinn Ásgeirsson fyrir hönd Fjallasala ehf. eftir leyfi til þess að reisa smáhýsiá plani vestan við Pálshús í Ólafsfirði, milli Strandgötu 4 og 6.
Meðfylgjandi er mynd sem sýnir hvar smáhýsið yrði staðsett.
Helgi Jóhannsson vék af fundi undir þessum lið.

Erindi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:45.