Samningur við Skógræktarfélag Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1905014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14.05.2019

Lagt fram erindi Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags. 08.05.2019 þar sem lögð eru fram drög að samningi um land norðan Brimnesár að Hlíð undir uppgræðslu landgræðsluskógs í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar til úrvinnslu og umsagnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 240. fundur - 21.05.2019

Lagt fram erindi Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags. 08.05.2019 þar sem lögð eru fram drög að samningi um land norðan Brimnesár að Hlíð undir uppgræðslu landgræðsluskógs í Ólafsfirði. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar og úrvinnslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Afgreiðslu frestað
Erindi frestað. Óskað eftir umsögn tæknideildar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 241. fundur - 19.06.2019

Lögð fram umsögn tæknideildar vegna erindis Skógræktarfélags Ólafsfjarðar um land undir uppgræðslu landgræðsluskóga.
Erindi svarað
Tæknideild falið að kortleggja það svæði þar sem fyrirhugað skógræktarsvæði samræmist aðal- og deiliskipulagi sveitarfélagsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 245. fundur - 25.09.2019

Með erindi sínu þann 8. maí sl. lagði Skógræktarfélag Ólafsfjarðar fram drög að samningi um land norðan Brimnesár að Hlíð undir uppgræðslu landgræðsluskógs í Ólafsfirði. Tæknideild var falið að kortleggja svæðið með tillit til aðal- og deiliskipulags og einkalóða á svæðinu. Lagður fram hnitsettur uppdráttur dags. 6.9.2019.
Vísað til nefndar
Tæknideild falið að lagfæra uppdrátt í samræmi við athugasemdir nefndarmanna og lagt til við bæjarráð að þetta verði fylgiskjal samningsins verði hann samþykktur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 01.10.2019

Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur - 18.02.2020

Á 622. fundi bæjarráðs frestaði ráðið afgreiðslu málsins.
Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags. 09.02.2020 þar sem óskað er eftir samningi við Fjallabyggð um uppgræðslu landgræðsluskógs norðan Brimnesár að Hlíð ásamt samningi við Skógræktarfélag Íslands og uppfærðum hnitsettum uppdrætti tæknideildar þar sem tekið er tillit til aðal- og deiliskipulags og einkalóða á svæðinu sem skipulags- og umhverfisnefnd lagði til að yrði fylgiskjal samnings.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 664. fundur - 18.08.2020


Lögð fram drög að samningi um ræktun landgræðsluskóga við Skógræktarfélag Ólafsfjarðar og Skógræktarfélag Íslands ásamt hnitum.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samningin fyrir hönd sveitarfélagsins og vísar honum til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26.08.2020

Lagður fram til kynningar samningur milli Fjallabyggðar, Skógræktarfélags Ólafsfjarðar og Skógræktarfélags Íslands vegna skógræktarsvæðis ofan við byggðina í Ólafsfirði. Meðfylgjandi er uppdráttur af skógræktarsvæðinu.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 798. fundur - 28.07.2023

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar varðandi ágang hrossa í landi skógræktarinnar í Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra og bæjarstjóra fyrir greinargerðina um málið.