Bæjarráð Fjallabyggðar

622. fundur 01. október 2019 kl. 12:15 - 13:25 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir varamaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Ónæði af körfuboltavelli á grunnskólalóð Siglufirði

Málsnúmer 1909045Vakta málsnúmer

Á 621. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Hönnu Sigríðar Ásgeirsdóttur er varðaði ónæði á körfuboltavelli á skólalóð Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði seint um kvöld.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideilar, dags. 27.09.2019 þar sem lagt er til að útbúið verði skilti með umgengnisreglum og sett við körfuboltavöllinn, sambærilegu því sem er á sparkvellinum, og að skoðað verði að hækka grindverk til þess að koma í veg fyrir að boltar fari í glugga á húsinu við Norðurgötu 4b.

Bæjarráð samþykkir að setja umgengnisreglur á körfuboltavöllinn og að grindverkið verði hækkað og felur deildarstjóra tænideildar að vinna málið áfram.

2.Birkigarðurinn í Ólafsfirði

Málsnúmer 1909057Vakta málsnúmer

Á 621. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Garðyrkjufélags Íslands dags. 18. september 2019 er varðar hugmyndir um almennings- eða trjágarðs í miðbæ Ólafsfjarðar, á milli Tjarnarstígs, Aðalgötu og lóðar Grunnskóla Fjallabyggðar og yrði samtengdur grænu svæði austan Ægisgötu þar sem nú er Aldingarður æskunnar.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 24.09.2019 þar sem fram kemur að svæðið sem um ræðir hentar vel til gróðursetningar á trjám en lagt til að ekki verði plantað alveg að plani/bílastæði nyrst þar sem hugsanlega þurfi að fjölga bílastæðum fyrir íþróttamiðstöðina og grunnskólann þannig að lagt verði báðum megin á planið.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ræða þann möguleika við Garðyrkjufélag Íslands ef að verður að gróðursetja lægri gróður og að haft verði samráð við skíðafélag Ólafsfjarðar, sem nýtt hefur sér svæðið til gönguskíðaiðkunar, við hönnun á svæðinu.

3.Framlenging verksamnings um ræstingu á Leikskálum

Málsnúmer 1909072Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu- frístunda og menningarmála dags. 26.09.2019 þar sem fram kemur að gildandi verksamningur við Minný ehf. um ræstingu á Leikskálum rennur út 31. desember nk. Í samningnum er ákvæði um framlengingu um eitt ár í senn, tvisvar sinnum. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála leggur til við bæjarráð að heimildarákvæði um framlengingu verði nýtt og samningurinn framlengdur til 31. desember 2020.

Bæjarráð samþykkir að framlengja verksamningi við Minný ehf. um ræstingu á Leikskálum í eitt ár í samræmi við framlengingarákvæði samnings og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.

4.Samningur við Skógræktarfélag Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1905014Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.

5.Styrkumsóknir 2019 - Fasteignaskattur félagasamtaka

Málsnúmer 1809049Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dags. 26.09.2019 þar sem lagt er til að Slysavarnardeild kvenna í Ólafsfirði verði veittur styrkur vegna umsóknar fyrir árið 2019 en vegna mistaka fyrirfórst að afgreiða umsóknina.
Bæjarráð biðst velvirðingar á þessum mistökum og samþykkir að veita Slysavarnarfélagi Kvenna í Ólafsfirði styrk vegna fasteignaskatts í samræmi við gildandi reglur kr. 242.139 vegna fasteignar að Strandgötu 23.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 16/2019 að upphæð kr. 250.000. sem ekki hreyfir handbært fé, á deild 00060, lykill 0081 kr.-250.000 og deild 00060, lykill 9285 kr.250.000.

6.Kjördæmavika - 2019

Málsnúmer 1909065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Fjallabyggðar til þingmanna norðausturkjördæmis á Kjördæmaviku sem haldinn var í Hofi á Akureyri mánudaginn 30. september sl.

7.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 1909066Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 18.09.2019 þar sem fram kemur að ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn 2. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 16.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra félagsþjónustu að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins í fjarveru bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar.

8.Hugmyndir að StartUp fyrirtæki

Málsnúmer 1909001Vakta málsnúmer

Erindi frestað til næsta fundar bæjarráðs.

9.Minningagarðar

Málsnúmer 1909068Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur fh. Trés lífsins, dags. 20.09.2019 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til opnunar Minningargarðs í sveitarfélaginu. Óskað er eftir svari fyrir 1. nóvember nk.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

10.Rekstrarkostnaður á nemanda eftir stærð grunnskóla 2018

Málsnúmer 1909071Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Valgerðar Ágústsdóttur fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.09.2019 þar sem fram kemur að Sambandið hefur unnið yfirlit yfir rekstrarkostnað allra grunnskóla sveitarfélaga árið 2018. Upplýsingar eru fengnar úr ársreikningum sveitarfélaga annars vegar og Hagstofu íslands hins vegar. Að gefnu tilefni er bent á að allar upplýsingar um stöðugildi og nemendafjölda koma frá Hagstofu Íslands.

Samkvæmt skýrslunni er rekstarkostnaður Grunnskóla Fjallabyggðar kr. 1.946.000 á nemanda brúttó.

Sjá nánar á slóð :
https://www.samband.is/verkefnin/rekstur-sveitarfelaga/talnaefni/

11.Til umsagnar 122. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1909067Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 25.09.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

12.Til umsagnar 22. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1909076Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 26.09.2019 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

13.Til umsagnar 101. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1909078Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 26.09.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildrlög), 101 mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10.október nk. á netfangið nefndarsvid@althingi.is

14.Frá nefndasviði Alþingis - 26. mál til umsagnar

Málsnúmer 1909077Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 26.09.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

15.Frá nefndasviði Alþingis - 16. mál til umsagnar

Málsnúmer 1909080Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 27.09.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

16.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Málsnúmer 1909083Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jóhönnu Sigurjónsdóttur fh. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 27.09.2019 þar sem athygli er vakin á að frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að styrkja það lögbundna hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum til þeirra. Með það að markmiði var farið yfir regluverk sjóðsins, sbr. III. kafla laganna, reglna á grundvelli þeirra og vinnureglna sjóðsins sem staðfestar hafa verið af ráðherra, til að annars vegar styrkja forsendur og grundvöll úthlutana úr Jöfnunarsjóði og hins vegar skýra heimildir löggjafarinnar til skerðinga á framlögum úr sjóðnum í samræmi við dóm Hæstaréttar frá 14. maí 2019, í máli nr. 34/2018. Er frumvarp þetta afrakstur þeirrar vinnu og er tilgangur þess að færa frekari stoð undir þær reglur sem eiga að gilda um úthlutanir jöfnunarframlaga úr sjóðnum.

17.Fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs EBÍ

Málsnúmer 1909079Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 17. aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands sem haldinn var á Hótel Natura í Reykjavík föstudaginn 20. september 2019 kl. 10.30.

18.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 245. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 25. september sl.

Fundi slitið - kl. 13:25.