Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

245. fundur 25. september 2019 kl. 16:30 - 18:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Rósa Jónsdóttir varamaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Umsókn um leyfi til lendingar þyrlu í landi skógræktar

Málsnúmer 1907048Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mættu á fund nefndarinnar Kristrún Halldórsdóttir f.h. Skógræktarfélags Siglufjarðar, Stefán Jón Stefánsson f.h. hestamannafélagsins Glæsis og Björgvin Björgvinsson f.h. Viking Heliskiing.
Samþykkt
Nefndin hlustaði á sjónarmið og athugasemdir hagsmunaaðila. Tæknideild falið að svara athugasemdum hagsmunaaðila sem fram komu á fundinum. Nefndin samþykkir umsókn Viking Heliskiing um lendingarstað við golfskálann í Hólsdal.

2.Samningur við Skógræktarfélag Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1905014Vakta málsnúmer

Með erindi sínu þann 8. maí sl. lagði Skógræktarfélag Ólafsfjarðar fram drög að samningi um land norðan Brimnesár að Hlíð undir uppgræðslu landgræðsluskógs í Ólafsfirði. Tæknideild var falið að kortleggja svæðið með tillit til aðal- og deiliskipulags og einkalóða á svæðinu. Lagður fram hnitsettur uppdráttur dags. 6.9.2019.
Vísað til nefndar
Tæknideild falið að lagfæra uppdrátt í samræmi við athugasemdir nefndarmanna og lagt til við bæjarráð að þetta verði fylgiskjal samningsins verði hann samþykktur.

3.Umsókn um stækkun lóðar við Hólaveg 27 Siglufirði

Málsnúmer 1909024Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 9. september 2019 þar sem húseigendur að Hólavegi 27 óska eftir stækkun lóðar til norðurs skv. meðfylgjandi mynd.
Synjað
Erindi synjað.

Fundi slitið - kl. 18:45.