Bæjarráð Fjallabyggðar

798. fundur 28. júlí 2023 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Samningur við Skógræktarfélag Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1905014Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar varðandi ágang hrossa í landi skógræktarinnar í Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra og bæjarstjóra fyrir greinargerðina um málið.

2.Bryggja í Hornbrekkubót

Málsnúmer 2008042Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í uppsetningu á bryggju við Hornbrekkubót í Ólafsfirði þriðjudaginn 18 júlí.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð í samræmi við skilmála útboðsins hafnar framkomnu tilboði. Deildarstjóra tæknideildar falið að ræða við tilboðsgjafa og aðra verktaka, ef þarf, um að taka að sér verkefnið.

3.Viðbygging við Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2210096Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í viðbyggingu við Grunnskólann í Ólafsfirði þriðjudaginn 18 júlí.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð harmar að engin tilboð hafi borist í viðbyggingu Grunnskólans við Tjarnarstíg. Deildarstjóra falið að bjóða verkið út aftur með lengdum verktíma sbr. minnisblað hans.

4.Minnisvarði um síldarstúlkuna

Málsnúmer 2303058Vakta málsnúmer

Minnisvarði um síldarstúlkuna verður vígður laugardaginn 29. júlí. Af þessu tilefni er óskað eftir að Snorragata verði lokuð milli kl. 14:00 - 17:00.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir lokun Snorragötu á meðan á vígslunni stendur.

5.Erindi til bæjarráðs - Barnasápubolti 2023

Málsnúmer 2307041Vakta málsnúmer

Stjórn sápuboltans sækir um styrk vegna skyndiviðburða sem haldnir voru á sápuboltamótinu dagana 21-22 júlí. Viðburðirnir eru krakkasápubolti og fjölskylduskemmtun.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita sápuboltanum kr. 300.000,- í pop up styrk.

6.Þátttaka barna á Farsældarþingi 2023

Málsnúmer 2307042Vakta málsnúmer

Erindi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Farsældarþing 2023 verður haldið á Hilton Hóteli þann 4. september nk. og er börnum á aldrinum 12-17 ára boðin þátttaka í þinginu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningardeildar falið að vinna málið áfram og ræða við nefndarfólk í Ungmennaráði um mögulega þátttöku þeirra.

7.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023

Málsnúmer 2307043Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun bendir fulltrúum náttúruverndarnefnda og starfsmönnum sveitarfélaga á að ársfundur náttúruverndarnefnda, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa verður haldinn á Ísafirði þann 12. október 2023. Við hvetjum sem flesta til að taka daginn frá en fundurinn verður blandaður stað- og fjarfundur. Miðað er við að tímasetning fundarins bjóði upp á að fundargestir geti flogið að morgni frá Reykjavík til Ísafjarðar og til baka síðdegis sama dag.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Ósk um afnot af eigum Fjallabyggðar og lokun gatna vegna Síldarævintýris 2023

Málsnúmer 2307048Vakta málsnúmer

Erindi frá forsvarsmanni Síldarævintýris 2023. Beiðni um afnot af eigum Fjallabyggðar og lokun gatna.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir beiðni um afnot af umbeðnum eigum og húsnæði Fjallabyggðar. Fjallabyggð, sökum manneklu getur ekki orðið við beiðni um starfsfólk. Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Síldarævintýrisins varðandi nánari útfærslu.

9.Fundargerð aðalfundar 2023 og ársreikningar 2022 Veiðifélags Ólafsfjarðar

Málsnúmer 2307037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Lausaganga - ágangur búfjár.

Málsnúmer 2307044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð skorar á Alþingi að skerast í leikinn þegar kemur að lausagöngu búfjár. Lagarammi í kringum lausagöngu búfjár er kominn til ára sinna og þarfnast uppfærslu.

11.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022 - 2023

Málsnúmer 2212033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóri hefur verið í samskiptum og sent formlegt erindi til Matvælaráðuneytisins um að sérreglur um byggðkvóta í Fjallabyggð verði aðlagaðar með þeim hætti að tryggt verði að byggðakvóti núverandi fiskveiðiárs verði fullnýttur.

12.Síldarminjasafnið - Ársskýrlsa og fundargerðir stjórnar 2023

Málsnúmer 2302020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.